13.06.2018 21:55

Húsin eru komin......

Síðast liðin nótt var nýtt til að flytja nýju gistihúsin hingað í Hlíðina.

Húsin eru  tvö og var þeim fundinn góður staður á Steinholtinu þar sem þau munu hýsa gesti í framtíðinni.

 

 

Við nutum góðrar þjónustu þeirra feðga hjá fyrirtækinu Þorgeiri ehf á Rifi en þeir seldu okkur m.a steypuna í reiðhöllina í sumar.

Þarna er Árni Jón að taka beyjuna niður á Steinholtið sem var nú aldeilis í þrengri kanntinum.

Allt gekk eins og í sögu eins og við var að búast.

 

 

Veðrið lék við okkur og bauð uppá einn dýrðar dag.

 

 

Þarna má sjá annan bústaðinn komast á sinn stað...................

 

 

 

 

Þessir voru auðvita á kanntinum annar að taka myndir með dróna en hinn að fylgjast með að allt fari vel fram.

 

 

Þarna er það seinna að komast á sinn stað.

Þríhellurnar í Hlíðarmúlanum nutu sín vel og settu skemmtilegan svip á bakgrunninn.

 

 

Og að lokum voru bústaðirnir komnir niður en þjónustu húsið bíður átekta eftir að fá nánari staðsetningu.

Nú er bara að klára við að tengja, gera og græja svo að húsin geti farið sem fyrst í notkun.

Nánar um það síðar já og ítarlegri umfjöllun kemur fljóttlega.