31.05.2018 11:35

Það er komið sumar......................fréttir úr ýmsum áttum.

Vorðboðinn ljúfi er mættur hér í Hlíðina enda ekki seinna vænna.

Já hér á bæ er það fyrsta folaldið sem er klárlega merki um vor og bjartari tíma.

Hún Karún mín kastaði brúnu hestfolaldi þann 29 maí.

Faðirinn er hann Dúr frá Hallkelsstaðahlíð sem er undan Snekkju Glotta og Konserti frá Hofi.

Dúr var nú ekki viðstaddur fæðinguna eins og flestir nútíma feður en vafalaust ríg montinn samt.

Karún sem nú er að verða 24 vetra gömul lítur út eins og ,,unglingur,, enda dekruð eins og heiðurs frú sæmir.

 

Á næstu dögum bætist við í folalda hópinn en nú eru 6 hryssur ókastaðar.

Eins og sést á myndinni fylgjist Blika vel með öllu enda er hún sennilega ein af þeim fyrstu.

Nú er bara næsta mál að velja kappa fyrir þá gömlu.

 

Annars er það helst í fréttum héðan úr Hlíðinni að maí sló öll met í leiðinda veðráttu.

Snjór, frost, rigning, rok og allt það leiðinlegasta var í boði þennan annars ágæta mánuð.

 

 

Svona var ástandið að kvöldi hvítasunnudags............. og átti bara eftir að versna um nóttina.

Þá var gott að eiga stór hús og aðeins 35 kindur úti.

 

 

Bæjarlækurinn tók brjálæðiskast einn maí daginn.

 

 

Og nýjar ár urðu til í Hlíðarmúlanum.

 

 

Þessi mynd segir nokkuð um ástand bænda og búaliðs þegar langt var liðið á sauðburð.

En sauðburðurinn hefur gengið vel og algjört met slegið hér á bæ í frjósemi en við fegnum mörg ,,bónus,, lömb.

Veðráttan hefur þó sett svip sinn á sauðburðinn og fjöldi fjár sem enn er inni er meiri en nokkru sinni fyrr.

Það stendur þó til bóta og þessa dagana er frúin í ham með markatöngina að vopni.

 

 

Þessi voru samt bara nokkuð hress og ræddu heimsmálin á jötubandinu.

Það er svo gott við fjárhúsin þar er ekkert kynslóðabil.

 

 

Hér er heilagur matartími...................

 

 

Flekka litla er samt ekki á matseðlinum.....

 

 

Um þessar mundir er víða verið að mynda meirihluta..............

Lubbi og Móra eru í störukeppni eins og víða viðgengst við þær aðstæður.

Móra er fæddur leiðtogi að eigin áliti og hefur ákveðið að hún verði aðal skítt með vilja hinna 680 kindanna.