11.05.2018 20:51
Sauðburður er í fullum gangi hér í Hlíðinni reyndar aðeins meiri en við óskuðum.
Á meðan ískalt er á nóttunni og strekkingur á daginn er lítið gaman að hafa svona kraft.
En þessar kindur nutu sólar í dag í skjóli við fjárhúsin og voru ekkert að drífa sig að bera.
Þessar hinsvegar nutu sín á gamla reiðsvæðinu okkar í bragganum en þar bíða þær óbornu.
Jóa forustukind og vinkonur hennar voru slakar.
Við höfum fengið góða gesti og frábært aðstoðarfólk til okkar síðustu daga.
Þarna ræða kindin Villi Blökk og Guðný Dís málin.
Heimalingurinn Anton Skúlason naut þess að vera dekraður af ungum dömum.
Elva og Þorbjörg alveg með þetta.
Aðeins að skoða flekkótt..............
Eldhress að vanda Björg og Maron á góðri stundu.
Georg að spjalla við besta vin sinn í hesthúsinu.
Og Halldór í léttri sveiflu.
Auður fann lamb sem þurfti á hjúkrun að halda..........
Þessi eru góð saman á jötubandinu og ræða málin.
Ein að skoða efnilegt ungviði................ góður þessi Garðabæjarlitur..............
Fjárhúsbros á liðinu.
Við tókum auðvitað kaffispjall á kaffistofunni................og skipulögðum hestaferð.
Já og ræddum aðeins Guðrúnu frá Lundi líka.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir