03.05.2018 15:40

Ég hélt að vorið væri komið.

 

Þessi fallegi dagur var þann 28 apríl síðast liðinn og þá hélt ég í sakleysi mínu að vorði væri komið.

En nú er ég farin að efast smá.....................................

Fjöllin með fallega hvíta ábreiðu og landið að undirbúa sig fyrir sumarið.

 

 

Þessi mynd er tekin í átt að Sandfelli, Djúpadal og Hellisdal.

Hlíðarvatnið fallega blátt.

 

 

Já þetta var góður dagur til að taka á móti vorinu.

 

 

En svo kom annar dagur og við vöknuðum upp við snjó og vetur.

Já svona hefur ástandið verið full oft að undanförnu.