21.02.2018 10:01
|

Það er svo gott fyrir sálina að skoða hestamyndir sem teknar eru á góðum sumardögum.
Fysta myndin sýnir hann Dúr í djörfum dansi við hana Dyndísi frá Borgarlandi.
Vonandi kemur eitthvað fallegt og skemmtilegt út úr þessum dansi með vorinu.
Hann Dúr er stóðhestur á 3 vetur undan Snekkju frá Hallkelsstaðahlíð og Konserti frá Hofi.
|

Þessi mynd er tekin af Dúr þegar hann var ,,ungur,, þarna er hann á leið í ferðalag með Snekkju mömmu sinni til að hitta Skýr frá Skálakoti.
|

Þetta er hún Krossbrá frá Hallkelsstaðahlíð en hún er undan Karúnu og Kafteini Ölnirssyni.
Mikill karater og hefur mikið og gott sjálfsálit.
|

Þarna er annað Kafteinsafkvæmi en þessi er undan Korku frá Vífilsdal.
Litfallegt og spennandi með vörumerkið hans Kafteins í augunum.
Já augun hans Ölnirs koma vel í gengum hann Kaftein líka.
|

Og ennþá er það Kafteinsafkvæmi en þessi flotta hryssa en núna norður í Húnavatnssýslu.
|

Krossbrá Kafteinsdóttir að leggja sig eftir matinn.
Henni datt ekki í hug að láta trufla sig enda svefn afar mikilvægur
|

Vandséð litla undan Sjaldséð og Káti fór í ferðalag norður í land en þar átti mamma hennar stefnumót við Muggison frá Hæli.
Eins og þið sjáið á myndinni þá var nóg gras í girðingunni og frábært færi til að æfa fótaburðinn.
|

Hvar er svo þessi Muggison ???? ætli hann sem kominn á kaf í grasið ???
|

Já það voru vellystingar í boði hjá honum Jonna á Hæli.
|

Þarna hvílir Máni litli sonur Snekkju og Káts lúin bein.
 |
|
Þessi litli rauði hestur hefur hlotið nafnið Sigurmon og er undan Venus frá Magnússkógum og Arion frá Eystra Fróðholti.
Hann er ennþá í góðu yfirlæti hjá mömmu sinni í dölunum.
Fallegt upplit og var bara býsna sperrtur þegar ég fór að skoða hann í sumar.
Verður spennandi að sjá kappann aftur.
Já það er alltaf gaman að skoða myndir og rifja upp góða dag,.
|
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir