04.12.2017 22:26

Reiðhöll og sauðfjárviðskipti.

 

Það þarf að gera fleira en að byggja og því fannst okkur stelpunum upplagt að opna smá viðskiptahorn í fjárhúsunum.

Þessi mynd er tekin eftir að fram hafa farið hrútakaup, gimbrarverslun og hrútaleigusamningar.

Allar bara nokkuð kátar en svolítið missyfjaðar enda klukkan orðin ansi margt þegar öllu var lokið.

 

 

Hér er Kristín Eir með forustuhrútinn Gísla hreppstjóra sem nú er kominn í Reykholtsdalinn.

Þar mun gripurinn vonandi kynbæta forustufjárstofninn áður en að hann kemur heim í jólafrí.

Ekkert frí er þó hjá kappanum því hann þarf að sinna eins og 2 ám áður en hann fer í herraklippinu hjá Hjalta dýralækni.

Haukur og Mummi fengu að fylgjast með en reyndar á Mummi Gísla hreppstjóra svo að hann var sem sagt leigusalinn.

 

 

 

Sauðfjárbóndinn Kristín Eir fékk að velja sér gimbur úr hópnum og vandaði sig vel við verkið.

Þrátt fyrir ,,pólustískar,, ábendingar foreldranna um að velja móbotnótta gimbur var dömunni ekki haggað.

Þessi var auðþekkjanleg og að mati dömunnar sú allra eigulegasta enda ættuð úr Borgarfirðinum.

Gimbrin er sæðingur undan Jónasi frá Miðgarði.

 
 
 

 

Enda var nú eins gott að velja vel þegar gripurinn átti að ganga uppí spari gripinn Grána.

Gráni er uppruninn í Kolbeinsstaðahreppnum meira að segja af Haukatungu kyni rétt eins og ég.

Hann hefur reynsta afar vel í Skáney og hafa þau fengið marga flotta gripi undan honum.

Snildar eintak sem vonandi á eftir að reynast vel eins og gimbrin hennar Kristínar.

Já rollukaup eru hreint ekki síðri en hestakaup.............

 
 

 

Af reiðhöllinni er það að frétta að síðasta krossviðsplatan fór á  þann 3 desember.

Þá er eftir að setja járnið á hliðarnar, plastið á þakið og hurðirnar í.

Þetta er sem sagt að verða hús.

Á þessari mynd eru Mummi og Atli að klára gaflinn og vippa upp síðustu stóru plötunum.

 

 

Sjáið þið............... dásamlegt allt að lokast.

 
 

 

Þessi vaski hópur tók á því um helgina, takið sérstaklega eftir því hvað Snotra er ánægð með verkið.

Skúli, Hrannar, Björg, Mummi, Atli, Elva , Maron og Snotra.

Takk fyrir alla hjálpina, þið eruð dásemdin ein.