24.09.2017 14:22
Það var ekki drunginn yfir þessum sveitungum mínum í Mýrdalsrétt enda réttir stórhátíðir bænda.
Lárus í Haukatungu og Kristbjörn á Hraunsmúla bara kátir.
Feðgarnir í Hraunholtum þeir Bjarki og Ásberg svipast um í réttinni.
Sigurður bóndi í Krossholti í léttri sveiflu enda átti hann margt í réttinni.
Þessi dalafrú hún Fjóla á Kringlu var mætt til að gera skil fyrir dalamenn.
Alveg eins og bóndinn hennar hann Arnar á Kringlu.
Helga og Ásbjörn í Haukatungu líta yfir hópinn.
Frændurnir Albert á Heggstöðum og Andrés í Ystu Görðum í kappdrætti.
Halldís á Bíldhóli og Sesselja í Haukatungu ræða málin.
Jón í Kolviðarnesi var líka mættur.
Ásbjörn í Haukatungu og Hraunholtafjölskyldan ræða málin.
Þorkell sauðfjárbóndi í Borgarnesi og Sigurður í Krossholti spjalla en Albert á Heggsstaöðum grípur bara um höfuðið.
Spurning hvert umræðuefnið hefur verið ?????'
Gaman við réttarvegginn.
Feðgarnir Lárus og Arnþór í Haukatungu.
Albert, Þorkell, Sigurður, Bogi og Ásbjörn taka stöðuna.
Frændurnir Mummi og Jónas á Jörfa taka létt spjall, ætli það sé um pólutík ???
Þessi unga dama vafði Gísla hreppstjóra um fingur sér og lagði mömmu sinni lífsreglurnar.
Spekingar spjalla, Sveinbjörn og Sigmundur í Miðgörðum ræða málin.
Halldís á Bíldhóli og Emilía Matthildur í sannkölluðu réttarstuði.
Og þá er að koma öllu fé á farartæki og halda heim.
Samstarfsverkefni af bestu gerð og allt gekk eins og best var á kosið.
Þar með var fyrstu lotu í smala og réttastússi haustsins lokið.
Hér fyrir neðan er samantekt frá fjörinu endilega rennið niður síðuna og lítið á hina dagana.
Mikið af myndum sem teknar voru alla vikuna.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir