22.09.2017 08:53
Eftir fjörugt réttarpartý, glens og gleði vaknar þessi dýrmæti hópur snillinga með bros á vör.
Já það var létt yfir mönnum og málleysingjum þennan sunnudaginn enda upprunninn Fjallreiðarsunnudagur.
Eins og þið komið til með að sjá hér fyrir neðan þá erum við svo ljónheppin að fá fullt af góðu fólki til að hjálpa okkur í réttunum.
Sennilega hefur aldrei verið fleira fé sem rekið var inn hér í Hlíðinni þennan sunnudag, eitthvað á þriðja þúsundið.
Ókunnugt fé var með allra flesta móti eða tæplega 800 stykki, stór hluti af því var keyrður í Mýrdalsrétt.
Við notum rekstrargang í sem allra mest en þó er vaksur hópur sem dregur einnig inn í hús þar sem plássið var af skornum skammti.
Bæði fjáhúsin full, reiðsvæðið í hlöðunni og þrjú stór réttarhólf. Fyrst er allt ókunnugt fé tekið frá, því næst rollur frá okkur og síðast lömb sem skipt er uppí hrúta og gimbrar. Þetta auðveldar mikið eftirleikinn þ.e.a.s þegar við förum að vigta lömbin og merkja til lífs eða norðurferðar.
Við tókum frá 551 sláturlamb sem brunuðu svo í Skagafjörðinn á þriðjudagsmorgni.
Þess skal getið að ég var mjög ánægð með bæði vigt og flokkun á þessum fyrsta hópi haustsins.
Allt þetta fjör gekk ljómandi vel með hópi af harðsvíruðu liði sem veit nákvæmlega hvað stendur til. Síðasta lambið fór í vigtina um klukkan 2.30 um nóttina og þá var ekkert eftir nema skreppa í ,,kvöld,, kaffi í það efra til Stellu.
Á mánudaginn voru sláturlömbin sett út til að fylla sig fyrir norðurferðina á þriðjudaginn. Við vorum svo heppin að sumir réttargestirnir fóru ekki fyrr en á mánudag svo að við fengum aðstoð við innreksturinn. Síðan slepptum við rollunum á túnið inní hlíð en lömbin sem eftir voru fóru á Steinholtið.
En nánar um þetta allt hér í myndum.
Þarna má sjá fyrirstöðuna sem biður þess að verja suður vænginn.
Þessi hafði heila gröfu til að verjast, já Hrannar er svo lágvær að það veitir ekki af :)
Á fullri ferð í fjörið.
Jói sauður að taka örugga forystu...........jafnvel þó að heill reiðhallargrunnur sé kominn á veginn.
Það þéttast raðirnar.
Vinkonur í 100 ár en þó ennþá bara bráðungar.................... verknámsbóndinn og verkneminn árgerð 1997.
|
|
Sætar mæðgur og dóttirinn að verða stærri en mamman.
Erla og Guðný Dís voru rollukellur þennan daginn.
Flottir feðgar og drengurinn er líka að verða stærri en pabbinn.
Kolli og Haldór voru aðalfluttnings gaurarnir þetta árið eins og þaú síðustu.
Júlíana að taka stöðuna í réttinni.
Uppselt á vagninn, ekki fleiri með í þessari ferð.
Þessir strákar mættir í atið Sveinbjörn og Hörður Ívarsson.
|
|
|
Húsfreyjan á sveifinni við rekstrarganginn var tekin í símanum................
En það voru engar kindur ákkúrat þá.....................
|
|
|
|
|
|
|
Þessi voru dugleg að draga hér er bara biðröð í dyrnar.
Kellur í krapinu sko.
Kristín Ingólfsdóttir og Sæunn Steinabóndi ræða málin.
|
|
|
|
Þessar voru hressar í réttunum en önnur svolítið snúin.......................
En það tókst að rétta hana við................ og þarna er Steinabóndinn kominn í hörku stuð.
Og sjáið hún rígheldur sér sennilega dauðhraædd um að ég vellti henni í rekstraganginn.
Garðabæjargaurarnir voru hressir og drógu fé af miklum krafti.
Jonni og Sveinbjörn alveg með þetta.
Þessir voru líka brattir...............já og sumir bara komnir á stuttermabolinn.
Hjörtur og Magnús brosmildir að vanda.
,,Á grundinni við réttarveginn ganga þau í dans, og Gunna stígur jitterbugg, en Jónki Óla skans,,
Nei það var aðeins of langt út á tún............ svo að þessi stukku ekki í dans þarna.
En voru við réttarveginn samt.
Já já glenna sig smá fyrir ljósmyndarann........... áttum öll sömu ömmuna og afann.
|
|
Þessar eru svolítið sætar, Elvan og Freyja íslendingur.
Kinda vinkonur Emilía Matthildur og Þóranna.
|
|
|
|
|
|
Hann Ruben fylgdi okkur alla dagana og myndaði okkur í bak og fyrir bæði með myndavél og dróna.
Spurnign hvort það verður hópferð til Hollywood ?????
Matar og kaffitímar eru tilvaldir til að ræða heimsmálin ja nú eða bara nýjustu fréttir úr hestaheiminum.
Erla og Mummi í alvarlegu deildinni.
Þessar eðaldömur eru alvöru þegar kemur að fjárstússi, jafnt sauðburði sem réttum.
Björg og Þóra sennilega að skoða mynd af Vökustaur.
Kapparnir Maron og Hallur slaka á eftir kjötsúpuna.
Líka Björg og Hjörtur.
Jonni og Erla eru hörku sauðfjárbændur þegar þörf er á hér í Hlíðinni enda konan bændaskólagengin í baka og fyrir.
Já ekki bara Hóla hesta heldur líka Hvanneyrar búvísinda. Jonni getur allt svo það þarf ekkert að ræða það.
Taka sig bara asskoti vel út með hrússa á milli sín.
Þetta eru dyraverðir númer eitt sko............báðar.
Já mér kæmi það ekki til hugar að reyna að komast framhjá þessum ef þær eru í ham.
Kennari og þroskaþjálfi ................ nei reyni ekki að ráða við þær.
Það er alveg klárt hver er vinsælastur af öllu sauðfé hér í Hlíðinni, já þó víðar væri leitað.
Vökustaur á aðdáendur í löngum bunum,hér sjáið þið smá brot af þeim.
Á kindavinsældarlistanum blokkar hann sæti 1-50 og gefur ekkert eftir.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir