19.09.2017 23:49
Það er fátt sem jafnast á við góðan dag á fjöllum, sérstaklega þegar góður félagsskapur er í boði.
Já og blíðan krakkar alveg dásemdin ein. Á meðfylgjandi mynd erum við Hlíð mín að líta yfir dalinn.
Við hér í Hlíðinni erum svo einstaklega heppin að við fáum fjöldan allan af vöskum smölum til að hjálpa okkur við leitirnar.
Það var því fríður flokkur sem fór til fjalla í blíðunni þann 15 september.
Smalamennskan gekk mjög vel og var hald bæði manna og kvenna að sjaldan hefði komið eins margt fé úr Hafurstaðafjalli.
Þarna er einn af mínum uppáhaldsstöðum í fjallinu, urðirnar fyrir neðan Naustaskörðin.
Fyrir miðri mynd er grasbali þar sem fallegur lækur rennur þar er dásamlegt að stoppa og njóta.
Rétt fyrir ofan þennan stað er gamalt tófugreni þar sem lágfóta hefur gjarnan hreiðrað um sig í.
Brá og Fannar voru ekki langt undan en þarna erum við að bíða eftir smölunum sem voru að renna sér innúr Paradísinni.
Við Hlíð erum alveg sammála um að fjallið er góður staður sem gott er að vera á.
Hún er aldeilis góður ferðafélagið jafnt á fjörunum sem uppí fjalli.
Austururðirnar buðu uppá krækiber af bestu gerð og svolítið af bláberjum.
En fyrst og fremst buðu þær uppá yndilega blíðu og flott útsýni.
Það er nefninlega ekki vel séð að fara á berjamó í leitunum.
Þarna erum við að koma niður Djúpadalinn og farin að sjá niður á Hlíðarvatnið.
Geirhjúkurinn húkkti á sínum stað og lét sér fátt um finnast.
Mér finnst hann alltaf svo munaðarlaus frá þessu sjónarhorni.
Strákarnir voru eitthvað að bera það uppá okkur Brá að við hefðum lagt okkur í sólbað.
Það er náttúrulega ekki satt...............en við nutum okkar vel í sólinni.
Góður og fallegur dagur í frábærum félagsskap.
Mannlífsmyndir þessa dags koma aðeins seinna............
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir