15.09.2017 00:26

Fjörið er hafið og allt að gerast í smalamennskum og kindafjöri.
Eins og meðfylgjandi mynd sýnir þá varð gleðifundur af bestu gerð þegar húsfreyjan og uppáhaldið hittust í réttunum.
Já það er stundum gaman að vera sauðfjárbóndi og þá er um að gera að njóta þess.

Hún Ponsa frá Eysteinseyri hefur heldur betur staðið í ströngu síðustu daga.
Þarna er hún að leggja af stað í Oddastaðafjallið.

Þessir vösku sveinar fóru að ,,innan verðu,,

Skipuleg skipulagning.

Klettaklifur.

Smala og smala.............

Hraunholtabóndinn var hress og kátur með Skjóna sínum.

Og þessi var á góðri leið með að tapa í Tangana ................... eða ekki.

Feðgarnir Halldór og Kolbeinn að fikara sig niður á við.

Hlíðarsmölun.

Og allt komið heim á tún og hliðinu lokað.
Nánari umfjöllun um smalamennsku síðustu daga er væntanleg þegar tími gefst til.
Og þá er það aðal á morgun.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir