19.07.2017 13:19
Það er dásamlegt hér í Hlíðinni þennan daginn reyndar eins og oft áður.
Blæjalogn og blíða, fiskarnir í vatninu stökkva og alveg hið ákjósanlegasta veiðiveður.
Það hefur veiðs vel bæði í Hlíðarvatni og ekki síður í Krakavatninu þetta sumarið.
Sandfellið að spegla sig í vatninu, Kjósin og Hornin fá að vera með á myndinn.
Fuglarnir bjuggu til munstur með sundtökunum sínum og silungarnir skreyttu það með stökkum.
Þokan læddist niður Heggstaðhlíðina og faldi vandlega leiðina yfir Klifshálinn.
Selskógurinn og Draugagilið ,,brostu,, framan í myndavélina.
Hér koma svo myndir sem ég tók í átt að tjaldstæðunum eina góðviðrishelgi í sumar.
Já þið eruð hjartanlega velkomin til okkar á tjaldstæðin, í veiðina og ekki síst á hestabak.
Njótið dagsins.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir