17.07.2017 22:30
Það er afar ánægjulegt hvað ég hef átt mörg erindi útá Löngufjörur að undanförnu.
Ekki hefur skemmt fyrir dásamlegt veður og afbragðs félagsskapur bæði manna og hesta.
Alveg frábærir dagar sem varla er hægt að lofa nægilega.
Þessar fyrstu myndir eru tekniar þegar einn eðalhópur fór um fjörurnar.
Við vorum ljónheppin að fá að fylgja þessum snillingum.
Dásemdin ein í Hausthúsaeyjum.
Blíðan frábær.
Sjórinn, sólin, ströndin og bara allt.......................
Enda var létt yfir hópnum.
Ekki svo galin mynd...................
Fannar hitti Fannar og það fór vel á með þeim nöfnunum.
Fannar er uppáhalds og því tilvalinn blómahestur.
Ég held að hann hafi bara verið ánægður með skreytinguna allavega toldi hún reiðtúrinn á enda en þá át hann hana.
Nú erum við komin að myndum úr næstu ferð en þarna er fyrrverandi vinnumaður mættur til leiks.
Já hann Venni kom og heimsótti okkur en hann var vinnumaður hjá okkur fyrir 16 árum síðan.
Þessi elska var bara alveg eins og fyrir 16 árum hress og skemmtilegur.
Þessar flottu dömur Alva og Caroline voru að sjálfsögðu með í ferðinni.
Þarna er verið að stilla upp fyrir ,,gopro,, myndatöku en afraksturinn af þeirri töku kemur síðar.
Mummi var með myndavélina á hjálminum svo vonandi kemur eitthvað skemmtilegt í ljós.
Maron og Molli voru hressir.
Eins og þessi tvö.
Þarna er afmælisbarnið hún Alva en hún varð 20 ára í ferðinni.
Hún bauð öllum hópnum í mat og bauð uppá sænskar kjötbollur sem að hún bjó til.
Dásamlega gott, takk fyrir okkur Alva meistarakokkur.
Caroline og Gefn eru sætar saman.
Spáð og spekulegrað.............
Síðasta stopp áður en stefnan var tekin í land.
Spekingar spjalla...............
Já hann er alltaf í stuði þessi og ekki minnkaði það eftir góðan skeiðsprett á Fannari.
Takk fyrir komuna Venni þetta var gaman og verður endurtekið innan 16 ára.
Þegar við komum í land hittum við annan hestahóp og í þeim hópi voru þessar skvíur.
Já það eru dásamlegir dagarnir á fjörunum..............
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir