30.03.2017 12:45
Svo gaman.
Það er gaman að fá svona skilaboð á grámyglulegum marsdegi þegar nýjar rúllur koma inn til gjafar. Já við söknum líka hennar Majbritar okkar en hún er nú alveg að koma hingað í Hlíðina. Krakkarnir sem voru hjá okkur í sumar voru hress og skemmtileg eins og sjá má á þessari rúllumerkingu. Þegar rúllurnar eru teknar úr stæðunni kemur stundum í ljós eitthvað skemmtilegt sem rifjar upp góða daga.
Veðrið hefur leikið við okkur síðustu daga og því mikið um að vera í hesthúsinu. Það er gaman að fylgjast með og sjá þróunina í tamningatryppunum þessa dagana. Hestar dagsins...................... Hjaltalín frá Hallkelsstaðahlíð, Dorit frá Lambastöðum og Einstakur frá Valþúfu.
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir