23.03.2017 22:15
Þegar það er blíða í Hlíðinni þá er hægt að gera margt. Það var blíða í gær og þá fóru þessir tveir af stað.
Hvað haldið þið að þeir hafi verið að gera ?
Jú, jú þeir skruppu í flugferð, reyndar voru þeir bara staðsettir á hlaðinu heima en dróninn hann flaug langt.
Útsýnið var dásemdin ein og myndirnar eftir því.
Vonandi get ég sett þær hér inn á næstunni en tækni málin eru ekki mitt fag.
Fyrir stuttu síðan brunaði ég inní Stykkishólm til að fagna með hestamönnum sem voru að taka í notkun nýja reiðhöll.
Frábært hús sem hefur nú þegar sannað notagildi sitt og á án efa eftir að gera góða hluti fyrir hestamennskuna í Hólminum.
Til hamingju Hefst félagar með þetta flotta hús.
Þessi flotta frænka mín hefur verið hér í nokkra daga heimsókn með ömmu sinni en þær dömur ákváðu að taka sér frí frá höfuðborginni.
Það hefur verið margt brallað, lömbin knúsuð, smá rúntur í traktornum og að sjálfsögðu var Fannar þjálfaður smá.
Hún kann vel að meta Fannar eins og sjá má á myndinni enda er hann snillingur.
Fannar er eins og Opalið hressir, bætir og kætir.
|
|
Ég brá mér líka á fund með góðu fólki þar sem landsmálin voru krufin.
Mikið liði mér nú betur með lífið og tilveruna ef að þessi væru í ríkisstjórn.
Mér líður ekki vel á meðan landbúnaðarmálin er í höndum þeirra sem engan veginn valda þeim eða hafa skilning á þeim málaflokki.
Ljái mér hver sem vill........................nánar um það síðar.
Ég fór líka á annan fund einmitt um stöðu sauðfjárræktarinnar, sá fundur gaf ekki tilefni til mikillar bjartsýni.
Það er eins gott að það er sterkt í bændum en það er spurning hvað það dugir lengi til ?
|
|
En það er allavega gott að njóta afurðanna og þar kemur ærkjötið sterkt inn.
Ærfile í góðum félagsskap með íslendku smjöri og sveppum getur ekki klikkað.
Áfram íslenskur landbúnaður.
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir