18.03.2017 23:24
Lambakóngarnir mættir.
Hún Andvaka er sóma og afurðakind enda af uppáhalds sýltkollukyninu mínu. Biðlund Andvöku eftir því að Guðbrandur frændi minn mætti á staðinn til að fósturtelja þraut þann 16 mars. Þá bar hún tveimur stórum og myndarlegum hrútlömbum. Andvaka hefur á haustdögum átt vingott við einhvern hyrndan sjarm og þessir tveir eru ávextir þeirrar vináttu. Á myndinni hvíslar Andvaka einhverju ,,milliríkja,, leyndarmálið að henni Juliane.
|
||||||||||