18.03.2017 23:24

Lambakóngarnir mættir.

 

Hún Andvaka er sóma og afurðakind enda af uppáhalds sýltkollukyninu mínu.

Biðlund Andvöku eftir því að Guðbrandur frændi minn mætti á staðinn til að fósturtelja þraut þann 16 mars.

Þá bar hún tveimur stórum og myndarlegum hrútlömbum.

Andvaka hefur á haustdögum átt vingott við einhvern hyrndan sjarm og þessir tveir eru ávextir þeirrar vináttu.

Á myndinni hvíslar Andvaka einhverju ,,milliríkja,, leyndarmálið að henni Juliane.

 

 

 

Og saman spjalla þær....................

 

 

Það er alltaf svo gaman þegar fyrstu lömbin fæðast þá þarf að skoða og knúsa.

 

 

Andvaka og Maron ræða málin, mér sýnist að Andvaka sé að leggja honum línurnar.

 

 

Það fór vel á með þessum.

 

 

Og þessir tveir brostu hver fyrir annan.

 

Já sauðburður er hafinn hér í Hlíðinni.