14.03.2017 21:55

Magnaður mars.

 

Ég get alveg haldið honum fyrir þig Sigrún........................

Þessir bræður eru skemmtilegir og pössuðu hvorn annan þegar ég brá mér aðeins frá.

Annar ábyrgari en hinn og sá ábyrgari vildi leggja sitt af mörkum svo að enginn tapaðist út í lofið.

Það er gott að fá aðstoð á öllum vígstöðum þegar vinnan í hesthúsinu er í fullum gangi.

 

Eins og mig grunaði var erfitt að standa við það að blogga daglega í mars.

Það er því nauðsynlegt að hafa bloggin í mars nógu mörg þó svo að sumir dagar séu tómir og aðrir með fleiri innskotum.

 

Um helgina fór ég á árlega endurmenntun gæðingadómara sem haldin var í Reykjavík.

Þar flutti Mette Mannseth m.a frábæran fyrirlestur sem vakti mikla lukku.

Síðan var tíminn nýttur til að bera saman bækurnar, spjalla og leggja drög að komandi keppnistímabili.

Alltaf gaman að hitta skemmtilegt fólk með sömu áhugamálin.

 

Mummi var að kenna alla helgina útí Danmörku og nýtti ferðina til að sækja fróðlegan fyrirlestur.

Auðvitað var fyrirlesturinn hestatengdur.

 

Það er oft mánudagur eða það finnst mér a.m.k tíminn bara flýgur áfram.

Ég átti góðan dag með skemmtilega hestafólkinu í Stykkishólmi og útreiðar voru stundaðar hér af kappi enda veðrið bara gott m.v árstíma.