09.03.2017 22:40

Smá af okkur í Hlíðinni.

 

Þessa skemmtilegu mynd sendi hann Sigurður nágranni minn í Hraunholtum mér.

Myndin er tekin með nýja fína drónanum hans og sýnir bæjarstæðið frá alveg nýju sjónarhorni.

Gaman að þessu enda þreytist ég aldrei á því að njóta og dásama útsýnið hérna í Hlíðinni.

 

Dagarnir fljúga áfram og eru búnir áður en maður veit af, já þá hlýtur allavega að vera gaman.

Hér í Hlíðinni er mikið riðið út og tamið sem er einstaklega skemmtilegt þegar hestar og samstarfsfólk er skemmtilegt.

Við erum að temja hross undan nokkrum stóðhestum sem við höfum ekki tamið undan áður. Það er alltaf gaman að kynnast nýjum stóðhestum á þann máta.

Þessir hestar eru m.a Sjóður frá Kirkjubæ, Glaumur frá Geirmundastöðum, Þytur frá Skáney, Kandís frá Litla-landi, Frosti frá Efri Rauðalæk og Skálmar frá Nýja bæ.

Einnig erum við með ung hross undan Arion frá Eystra Fróðholti, Spuna frá Vestukoti, Gaumi frá Auðsholtshjáleigu, Álfarinn frá Syðri Gegnishólum, Ugga og Sporði frá Bergi, Arði frá Brautarholti, Blæ frá Torfunesi, Toppi frá Auðsholtshjáleigu, Stimpli frá Vatni og Sólon frá Skáney.

Svo eitthvað sé nefnt fyrir þá sem lifa og hrærast í hrossaættfræði.

Það er í mörg horn að líta og nú er Mummi floginn út til Danmerkur að kenna hópunum sínum þar.

Á meðan gefum við í og þjálfum af miklum móð.