07.03.2017 23:21
Þessar ljóshærðu dömur voru upplagt myndefni þegar ég var með myndavélina á lofti.
Juliane og Rjóð með Krakaborg á milli sín og báðar brosa svona fallega.
Þessi voru bæði niðursokkin í járningar og létu ekkert trufla sig enda var það gamli höfðinginn sem var í járningu.
Snotra er sannfærð um að allt sem klippt og skorið er úr hófunum sé matur handa henni.
Það endar stundum illa eða öllu heldur hún borðar þangað til allt er orðið fullt.
Ekki nánar um það þér............
Veðrið var gott í dag og mikið þjálfað og riðið út, dagurinn endað svo með heljarinnar hrossarekstri.
Ég var svo fulla af orku eftir góðan dag í hesthúsinu að ég ,,sletti,, í form í kvöld.
Eins og þið sjáið urðum við að smakka til að kanna hvort þetta væri í lagi.
Það er eins gott að eiga með kaffinu sérstaklega þegar von er á fósturteljarnum í fjárhúsin.
Góð afsökun til að fá sér kvöldkaffi já eða kvöldmjólk.
Þessir góðu gestir komu til okkar um daginn alla leið úr Háholtinu.
Bjarni er að sjálfsögðu einn af okkar uppáhalds eftir veru sín hér í Hlíðinni fyrir ,,nokkrum,, árum.
Og ekki er hún Bryndís nú síðri þó svo að hún hafi ekki verði hér hjá okkur nema sem gestur.
Það var einmitt þarna sem það kom í ljós að við áttum enga mynd af kappanum frá því að hann var hér hjá okkur.
Auðvita var það ómögulegt svo það var snarlega bætt úr því.
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir