02.03.2017 22:24

Guðdómleg blíða.

 

Myndir segja meira en mörg orð og þess vegna fáið þið engan pistill í dag.

Bara myndir af þessari dásamlegu blíðu sem okkur er boðið uppá þessa dagana.

Læt þó fylgja með stutta útgáfu af verkefnum dagsins hér í Hlíðinni.

Blíðan hefur verið kærkomin fyrir þá sem stundum tamningar og þjálfun alla daga.

Mikið riðið út en líka járnað og atast í öðrum bústörfum.

Ég þarf endilega að smella myndum af hrossum á næstunni til að sýna ykkur.

 

 

 

Þarna gnæfa Geirhnjúkur og Skálarhyrnan yfir og hrossin njóta veðurblíðunnar fyrir sunnan Stekkjaborgina.

Ég er sannfærð um að svona veður er uppáhald hjá útigöngu hestunum.

Þau voru róleg og held ég bara brosandi þegar þau fengu rúllurnar sínar undir kvöldið.

 

 

Þarna er sjónarhorn yfir vatnið sem gerir allt svo dramatískt...........

 

 

En það var bjart og fallegt að horfa í átt til nágranna minna í Hraunholtum og Eyjahreppnum.

Rauðu kúlurnar báðar í hvítum búningum í tilefni dagsins.

 

 

 

 

Sem betur fer var rólegt á tjaldstæðunum og Draugagilið fallegt og friðsælt.

Já það væri ekki slæmt að hafa heldan ís á vatninu sem væri svona eins og spegill.

Þá væri gaman að taka góðan hest og smella sér á ísinn.

 

 

Þverfellið með áberandi Svartaskúta og Hnjúkarnir á sínum stað.

Já þessi fallegi dagur.............................