01.03.2017 22:30

Hólmurinn heillar.

 

Ég átti góðan dag með skemmtilegum hestamönnum í Stykkishólmi nú í vikunni.

Það var í fyrsta sinn sem að ég kom í reiðhöllina þeirra sem er aldeilis glæsilegt hús.

Mig langaði helst til að taka húsið með heim enda til margra hluta nytsamlegt.

Líf og fjör var í hesthúsahverfinu og alveg ljóst að þetta hús er heldur betur að gera góða hluti.

Innilega til hamingju með þessa flottu reiðhöll Hólmarar.