24.02.2017 22:53
|

Það var úrvals samkoma í efribænum síðastliðna helgi þegar móðursystkini mín komu þar saman.
Þau voru upphaflega 12 börn ömmu Hrafnhildar og afa Halls hér í Hlíðinni.
Fjögur eru nú látin og Ragnar sem nú dvelur í Brákarhlíð í Borgarnesi átti ekki heimangengt þaðan.
Á myndinni eru: Halldís, Anna Júlía (Lóa) Elísabet Hildur (Stella) og Sigfríður Erna (Fríða).
Þá Margrét Erla (Maddý) Sveinbjörn og Sigríður Herdís (Sirrý).
Látin eru: Einar, Magnús, Guðrún (Dúna) og Svandís mamma mín.
Meðalaldurinn er ca 80 + og óhætt er að segja að þessi hópur man nú tímana tvenna.
|

Þessir ræddu um smalamennskur og fleira.
Sveinbjörn var ánægður með Hall frænda sinn þegar hann straujaði til fjalla í ca 10 leit þetta haustið.
En frændinn kom fjárlaus heim svo ekki fækkaði því óheimta þann daginn.
|

Sveinbjörn og Jóel Bíldhólsbóndi hafa alltaf um nóg að ræða.
|

Hallur, Sveinbjörn og Halldís Bíldhólsfrú ræða málin.
|

Og enn eru málin rædd.................
|

Lóa og Maddý voru bara hressar og ræddu meira en prjónaskap.
|

Sirrý, Lóa og Maddý.
|

Þessar hafa nú tekið til hendinni í eldhúsinu áður og farist það vel úr hendi.
Fríða, Stella og Lóa.
|

Sirrý, Halldís og Maddý komnar í sófann.
|

Myndbandið frá því í fjöruferðinni í sumar er alltaf jafn vinsællt sjónvarpsefni.
Þarna er mannskapurinn alveg að verða dáleiddur af herlegheitunum.
Maddý, Lóa, Fríða og Hallur Pálsson.
Skemmtilegur dagur sem heppnaðist í alla staði vel og allir fóru glaðir heim.
Já kaffiboð eru stórlega vanmetin sérstaklega þegar meðal aldurinn er 80 +
Njótum lífsins og verum góð.
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir