18.02.2017 09:14
|

Það eru fáir sem eiga eins gott með að koma orðum að hlutunum eins og hann Benni Líndal.
Hann var með afar frólega sýningu sem að hann kallaði vinnustund í Borgarnesi fyrir stuttu.
Þar fór hann létti yfir þær aðferðir sem hann hefur notað við tamningar og þjálfun á löngum og farsælum ferli.
Þegar Benni talar hlusta viðstaddir og það er svo gaman að sjá hversu fljótur hann er að lesa bæði menn og hesta.
Ég hef farið á fjölmörg námskeið hjá Benna og alltaf komið betri manneskja heim.
|

Hans fólk var á kanntinum og aðstoðaði hann, hér á myndinni sjáið þið þau Siggu og Ævar.
|

Já það eru ekki allir reiðkennarar svo heppnir að hafa sjálfan Ævar vísindamann á hliðarlínunni.
Kannski getur hann bara látið vandamálin hverfa svona hókus pókus ????
Allavega fór vel á með þeim feðgum.
|

Benni var með fimm hesta með sér í sýningunni auk þess sem einn aðstoðarmaður reið með honum.
|

Það er ekki á öllum svona sýnikennslum sem maður sér tamningamanninn í alvöru aksjón.
Já það var allt undir stjórn jafnt lausir hestar sem áhorfendur.
|

Við áttu frábæra kvöldstund sem var bæði skemmtileg og fróðleg.
Að auki erum við ákaflega ánægð með að fá þessa hæfileikaríku og flottu fjölskyldu aftur til okkar á vesturlandið.
Velkomin heim Benni, Sigga og fjölskylda.
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir