24.09.2016 13:23

Dagur fimm.

Það eru ekki allar kindur jafn spenntar fyrir því að koma heim á haustin.

Nokkrar þeirra má sjá hér á myndinni en þessar ætluðu sér að sleppa frá smalanum og skjótast á bak við Þríhellurnar.

 

 

Á myndunum má einnig sjá sprækann smala sem röllti á eftir þeim eins og hann væri í léttu skemmti skokki.

Nei þetta er ekki ég ..............en þetta er aftur á móti sprækur kúabóndi sem skokkaði þarna upp.

Allir skiluðu sér niður á réttum stað og varð engum meint af ferðinni.

 

 

Þessar fylgdust með en þær voru í mótmælastöðu við Steinholtsgirðinguna.

Steinholtsháin er það sem allar kindur dreymir um en bara lömbin fá.

Já svona er óréttlæti heimsins.

 

 

Það var væn breiðfylking sem rann eftir holtinu þegar við byrjuðum að reka inn á sunnudaginn.

 

 

Sumir þurftu samt að stoppa og hvíla sig.

 

 

Allt safnið er rekið fyrst uppað girðingu og þaðan niður í rétt.

 

 

Sveinbjörn stendur fyrir við hliðið á rauð sínum.

 

 

Já stendur fyrir................. það gerði líka þessi dama en það getur verið þreytandi að bíða og standa fyrir.

Þá er bara að leggja sig og láta sig dreyma.

Ég verð þó að koma því að hvað fólkið er óendanlega duglegt við að stökkva framúr og vinda sér í atið eftir stuðið sem alltaf er hjá okkur í réttarpartýinu. Það er akki sjálfgefið.

 

 

 

Það var gott að hafa aðstoðarkonum sem kom og reddaði málunum.

En litli smalinn svaf vært í öllum látunum.

 

 

 

Allt að koma.

 

 

Í rólegheitunum og enginn orðinn smalabrjálaður.

 

 

Stefnan tekin í réttina.

 

 

..............og allir að drífa sig.

 

 

Koma svo..............

 

 

Þegar inn var komið var þröngt á þingi.

 

 

Þessi bíða róleg eftir vigtun.

 

 

Já þetta var langur og líflegur dagur sem hófst með innrekstri um kl 8.30 og lauk með vigtun og vali kl 2.00 um nóttina.

Það smalaðist frekar vel og var því mikill fjöldi fjár sem kom til réttar hjá okkur þetta haustið.

Nærri því 700 kindur komu frá öðrum bæjum sem er svipaður fjöldi og undan farin ár.

Eins og alltaf var stór og öflugur hópur sem stóð í atinu með okkur og eru við hér í Hlíðinni afar þákklát öllu þessu góða fólki.

Öll hjálp er ómetanleg hvort sem það er í leitum, réttum, matseld nú eða bara hverju sem er þið eruð dásamleg.

Takk fyrir okkur.