15.09.2016 09:18
Það var vel við hæfi að hitta þennan kappa í fyrstu smalamennsku haustsins.
Höfðinginn Vökustaur heilsaði húsfreyjunni með virtum og kindalegu glotti.
Eftir smá samræður um atburði sumarsins var komið að því að halda heim.
Þessi spaki snillingur sá samt fulla ástæðu til að trimma húsfreyjuna aðeins enda sjálfsagt mál að halda henni í formi.
Það varð að samkomulagi að heim skyldi haldið og gekk ferðin að mestu vel þrátt fyrir óundirbúna króka.
Þessir flottu krakkar eru heldur betur liðtæk þó svo að dömurnar hafi aldrei smalað kindum fyrr.
Maron er hinsvegar að vera ansi sjóaður hér á okkar fjöllum.
Haustlitirnir eru fallegir þrátt fyrir að við höfum bara einu sinni í haust orðið vör við frost.
Þegar ég tók þessa mynd var ég stödd fyrir innan Háholt og horfi inní Fossakrókinn.
Hvaða stjórnmálaflokkur sem er gæti verið stoltur af foringjanum Pálínu.
Þarna má sjá þegar hún leggur af stað heim á öðru hundraðinu eftir Krókhlíðarkastinu.
Á meðan Pálína straujaði út hlíðina fylgist stóðið með af múlabrúninni.
Mig grunar að einhvert gæðingsefnið hafi öfundað Pálinu af gangrými og fótafimi.
Það er ekki amalegt að hafa afburða yfirferðargang.
Pálina þaut alla leiðina að girðingunni sem aðskilur Hraunholtaland og Hlíðarland.
Þegar þangað var komið mættu henni þrjár vaskar kerlur sem öskruðu eins og þær ættu lífið að leysa.
Við það fældist hún og straujaði í gengum girðinguna með gimbrarnar sínar á eftir.
Já auðvita er það sjálfsagt að þeytast í gegn þar sem maður kemur að ef helv.... hliðið er ekki á réttum stað.
Segir svo ekki af Pálínu meir.....................
|
|
Það var hinsvegar mikið afrek þegar þessi ofurkind hún Hróarskelda náðist heim í myrkrinu.
Hún hefur yfirleitt verið seinna á ferðinni jafnvel aðeins komið fram í mars mánuðinn.
Hvort þetta er merki um elli, eldgos eða eðalþægð skal ósagt en hún er kominn heim með grána sinn.
Já við vorum komin heim í myrkri eftir þennan fyrsta smaladag.
Sögulegur fjöldi náðist m.v smalasvæði en það er kannski ekki að marka þar sem mikill fjöldi var kominn niður.
Þegar heim í hesthús var komið tókum við smá umræður um smölun dagsins, þar var m.a rættu um það hversu gott það væri að Pálina væri komin heim á tún. En hún hefur nokkur síðustu ár aukið blóðþrýsting hjá eigandanum (Mumma) og öðrum smölum. Reyndar svo mikið að hún hefur vafalaust þakkað fyrir dyggan stuðning húsfreyjunnar við að halda lífi. Eitt dæmi var þegar hún var búin að hlaupa hlíðina þvera og endilanga ekki einu sinni heldur nokkrum sinnum. Að lokum tók hún þetta fína aðflug að hliðinu brunaði í gegn og beint í flasið á húsfreyjunni sem greip hana og skuttlaði uppá næsta bílpall og brunaði heim. Flest allir smalarnir gerðust sekir um illt umtal og eigandinn hótaði bílferð í Skagafjörðinn. Sem betur fer fór eigandinn daginn eftir til USA og þegar hann kom til baka hafði Pálína batnað til mikilla muna og hélt lífi.
Þegar við löbbuðu fram í fjárhúsin blasti þessi sjón við okkur ::::::::::::::::::::::::::::::: :)
Pálina stóð með gimbrarnar sínar uppí jötu inní fjárhúsum og beið eftir að vera tekin höndum.
Nú eru allir sáttir Pálina ofurkind komin í aðhald fram yfir réttir og blóðþrýstingur heimamanna í góðu standi.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir