10.09.2016 22:22
Réttir handan við hornið.
Útsýnið er fallegt af Skálarhyrnunni yfir Nautaskörðin og niður að Hafurstöðum.
Nú styttist óðum í réttirnar og skipulagið tilbúið fyrir okkur hér í Hlíðinni.
Miðvikudagurinn 14 september, þá smölum við inní Hlíð og útá Hlíð. Fimmtudagurinn 15 september smalamennska á Oddastöðum, rekið inn heima. Föstudagurinn 16 september smalamannska Hafurstaðir og Hallkelsstaðahlíð. Laugardagurinn 17 september Vörðufellsrétt. Sunnudagurinn 18 september rekið inn, dregið í sundur og lömb vigtuð. Mánudagurinn 19 september gera skil í Skarðsrétt og sláturlömb rekin ínn um kvöldið. Þriðjudagurinn 20 september sláturlömb sótt, Mýrdalsrétt.
Eins og sést er þessi vika ansi lífleg hjá okkur og nóg um að vera á öllu vígstöðum. Þeir sem áhuga hafa á að koma og smala með okkur nú eða stússa í fjárragi eru hjartanlega velkomnir. Allar nánari upplýsingar er góðfúslega veittar í síma 8628422. Hlökkum til að sjá ykkur, bestu kveðjur úr Hlíðinni. |