23.06.2016 23:15
Sláttur hófst hér í Hlíðinni þann 22 júní.
Mummi rauk af stað í miklum ham eftir sigur okkar manna á EM í fótbolta.
Hólbrekkan og Hvammurinn urðu fyrir valinu en þessi tún voru alltaf talnin með tiltektinni í kringum gamla bæinn.
Dásamleg er lyktin af ný slegnu grasi og virkar eins og skotheld staðfesting á því að nú er sumarið komið.
Grænt og ilmandi.............við rifjum en sumir snúa eða jafnvel tætla.
Hér er lagt af stað í fystu rúlluna en ef að allt gengur að óskum verða þær vonandi vel á annað þúsundið.
Mummi og Jacob að taka hrollinn úr rúlluvélinni og koma öllu á skrið í heyskapnum.
Og þessi lét ekki sitt eftir liggja því þegar hann hafði rakað í múga var Hólbrekkan rökuð betur.
Já hún Fríða frænka mín í Hafnarfirði hefur oft tekið þessa sveiflu í kringum gamala bæinn.
Hún væri eflaust ánægð með að sjá til stráksa þarna.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir