19.06.2016 22:20

Árleg þjóðhátíðarferð á Löngufjörur.

 

Það er orðinn árviss viðburður að við hér í Hlíðinni smellum okkur á Löngufjörur í kringum 17 júní.

Ferðin verður alltaf lengri og lengri svo það lítur út fyrir að þjóðhátíðardagurinn verði að þjóðhátíðarvikunni áður en langt um líður.

Að þessu sinni var hópurinn stór og afar skemmtilegur.

Hér á eftir kemur smá sýnishorn af því hvað það var gaman hjá okkur.

 

 

Þessar ungu dömur eru frábærlega hestfærar og geta riðið hvert sem er.

 

 

Þarna er hópurinn að leggja af stað eftir höfðinglegar móttökur á Mel.

 

 

Hjónin í Votumýri komu og riðu með okkur.

 

 

Þessi voru hress og kát.

 

 

Já, já og þessar líka.............. enda tilbúnar á hvítu fjörurnar.

 

 

Majbritt og Jakob stóðu sig vel enda harðduglegir danir þar á ferð.

 

 

Í svona ferð verður stundum að raða þétt, verknemarnir tóku því með bros á vör.

 

 

Áfram Danmörk.............þarna eru þau nýbúin að skoða myndarlegt kúabú.

 

 

Þessar fallegu frænkur eru alltaf brosmildar og skemmtilegar.

 

 

Nafna mín er stundum í símanum eins og fleiri Sigrúnar....................

 

 

Þarna erum við Brá flottir ,,íhaldsmenn,, en bara smá stund.

 

 

Maron og Molli áttu góða daga saman.

 

 

Þessi efnilega hestakona er ekkert að væla um aðstoð við til að bera hnakkinn.

 

 

En hann er nú samt næstum eins þungur og hún sjálf.

 

 

Upp fór hann og auðvita er rétt að láta pabbann halda í fyrir sig.

Svona hestakonur verða eitthvað..............

 

 

Þær voru margar efnilegar í þessari ferð, þarna er Þorbjörg að stilla múlinn og þar er gert af nákvæmni.

 

 

Brá og Fannari kemur einstaklega vel saman og brosa hér bæði út að eyrum.

 

 

Baltasar er mikið burstaður enda í smá uppáhaldi.

 

 

Voða sæt saman hann og Majbritt.

 

 

Kjarnakonur Guðný Dís sem verður fulltrúi okkar ferðafélaga á Landsmóti, Elva og Gunna vinkona þeirra.

 

 

Að sjálfsögðu var kvöldvaka og þar fór fram handstöðu keppni.

Skúli og Elva sigruðu enda þræl spræk en ekki alveg jafn gömul...............

 

 

Þarna er sigurvegarinn í flokki húsmæðra.............en þessi getur allt og þetta líka.

 

 

Þessar eru eðal en vita held ég ekkert af því.............. Erla og Auður á góðri stundu.

 

 

Talandi um eðal, Stína og Jonni hress og kát eftir velheppnaðan dag á fjörunum.

 

 

Auðvita er svo sungið eins og vera ber, þarna eru Sigrún og Mummi í léttri sveiflu.

 

Já aldeilis frábær ferð með góðu fólki.