03.06.2016 07:28

Sólarupprás með honum Sólstafi.

 

Þegar sólin var að brjótast í gegnum morgunþokuna kom þessi litli hestur í heiminn.

Þetta er hann Sólstafur frá Hallkelsstaðahlíð, undan Ási frá Hofsstöðum og Létt frá Hallkelsstaðahlíð.

Þegar húsfreyjan varð eldri á síðasta ári fékk hún eina 5 folatolla í afmælisgjöf, nokkrir af þeim verða folöld í ár.

Já afmælistollarnir mínir breytast nú óðfluga í gæðingsefni.

Get ekki lýst því hvað það er gaman að verða 50+

 

Þar sem að faðirinn er 9,5 töltari varð sá litli að byrja æfingar hið snarasta.

Æfingarnar fóru samt mest fram á brokki...............

 

 

Þernu litla Skýrs lét sér fátt um finnast og var frekar syfjuleg enda ekkert kominn fótaferðatími hvorki fyrir hana eða mig.

 

 

Þessi hryssa sem birtist úr fjallinu í gær var steinsofandi og það var ekki fyrr en ég potaði í hana sem að hún rauk úr draumalandinu.

 

 

Það var svo sem ljótt að trufla þennan væra svefn.

 

 

Þessi hryssa er undan Aljóni frá Nýja Bæ og Rák frá Hallkelsstaðahlíð.

Nú er bara að finna gott nafn á hana sem fyrst.

 

Rák þurfti aðeins að fara úr mynda uppstyllingunni og klóra sér smá.

 

 

Sú litla líka enda er best að gera eins og mamman.

 

 

Og svo Kolskör mín líka..............allir að klóra sér og teyja í morgunsárið.

Kolskör bíður spennt eftir afkvæmi Þyts frá Skáney eins og ég.

 

 

Nú fer heldur betur að færast fjör í leikinn og hryssurnar allar sáttar með að vera komnar í köstunarhólfið sitt.