27.05.2016 13:16

Rigningin maður rigningin.

 

Þó svo að oftast sé nú blíða hér í Hlíðinni eru nú til undantekningar á því.

Það var allavega ekki gott í ,,sjóinn,, þennan morguninn og sennilega hefði sjóveikin tekið öll völd ef lagt hefið verið í ann.

Lambféð stendur í skjóli og freistar þess að bíða af sér veðrið en þegar veðrið hefur staðið í á þriðja sólarhring verður að skjótast á beit.

Bæjarlækurinn er orðinn frekar ljótur og eins gott að engum detti í hug að rjúka yfir hann.

Það jákvæða er að það grænkar og grænkar það er jú draumur bóndans á þessum tíma.

 

 

Það hefur stór hækkað í vatninu síðasta sólarhringinn og hér má sjá mórauðn lit sem gefur til kynna miklar leysingar.

 

 

Öðru hvoru moldskefur vatnið og gusurnar ná langt uppá land.

 

 

Flest er vænt sem vel er grænt...........

Túnin hafa tekið vel við sér og skíturinn sem fór á í apríl er greinilega að vinna heimavinnuna sína.

 

 

Og til að hressa sig aðeins við í rokinu er gott að sjá þessar flottu frænkur sem komu að líta á sauðburðinn.

Moðkarið var staðurinn fyrir fund í bleikudeildinni.