27.05.2016 13:16
Rigningin maður rigningin.
|
||||||||
Þó svo að oftast sé nú blíða hér í Hlíðinni eru nú til undantekningar á því. Það var allavega ekki gott í ,,sjóinn,, þennan morguninn og sennilega hefði sjóveikin tekið öll völd ef lagt hefið verið í ann. Lambféð stendur í skjóli og freistar þess að bíða af sér veðrið en þegar veðrið hefur staðið í á þriðja sólarhring verður að skjótast á beit. Bæjarlækurinn er orðinn frekar ljótur og eins gott að engum detti í hug að rjúka yfir hann. Það jákvæða er að það grænkar og grænkar það er jú draumur bóndans á þessum tíma.
|