29.03.2016 22:03

Páskastuð

 

Það var fallegur dagur í Hnappadalnum þann 29 mars.

Litirnir sem náttúran bauð uppá voru einstaklega smekklegir.

Já það er hægt að gera margt á svona dögum.

Páskarnir fóru vel með okkur reyndar svo vel að listin á páskaeggjum og mat var orðin frekar lítil á annan dag páska.

Mummi smellti sér til Ameríku og er þar í vellystingum hjá Gosa og fleiri góðum vinum.

Við sem heima vorum nutum góðs af því að góður hluti stór fjölskyldunnar kom saman í ,,því efra,,

 

 

 

Þessar eðaldömur skemmtu okkur eins og venjulega.

 

 

Þær gátu líka hleypt stuði í mannskapinn og voru alveg til í myndatöku með verknemum og aðstoðarfólki.

 

 

Sennilega hafa selskapsdömurnar verið eitthvað þreytandi allavega sofnaði aðal stuðpinninn.

Meira segja í miðri bók...............

 

 

Það fór bara vel um þessar dömur sem spjölluðu og nutu lífsins.

Og hvorug með prjónana það er sjaldséð.

 

 

Þessar komu ekki um páskana en þær komu samt fyrir stuttu síðan fóru á hestbak, heilsuðu uppá kindurnar og ýmislegt fleira.

 

 

Hann Fannar hefur skemmt mörgum í gegnum tíðina og var það engin undantekning þegar dömurnar fengu sér smá reiðtúr.

 

 

Og auðvita var kallinn knúsaður í bak og fyrir eftir reiðtúrinn.

 

 

Sigurður lambhrútur var mjög áhugaverður og grandskoðaður.

 

 

Amman kom líka með og tók út búskapinn á bænum.

Já það getur verið stuð í sveitinni.