17.03.2016 20:47
Fósturtalning 2016
|
||||
Fósturtalning fór fram í gær þegar Guðbrandur í Skörðum kom og kíkti í ,,jólapakkana,, hjá okkur. Hér á bæ er alltaf svolítill kvíði fyrir þessum degi en líka spenningur. Að þessu sinni getum við bara vel við unað og erum mjög ánægð með útkomuna á eldra fénu. Gemlingarnir sem komu afar vel út í fyrra hafa ekki lagt línurnar fyrir komandi kynslóð. Eða með öðrum orðum gemlingar þessa árs eru ekki að standa sig jafn vel og gemlingarnir í fyrra. Það er þó ljóst að við eigum von á fjölda lamba og alveg þess virði að láta sig hlakka til sauðburðarins í vor. Þrí og fjórlembur hafa nú fengið sérstakan sess í fjárhúsunum og njóta dekurs, eins er gert sérlega vel við tvílemdu gemlingana. Já það borgar sig að standa sig.
|