21.01.2016 22:56
Í dagsins önn.............
|
Geiri kallinn skartar hvítu eins og fallegur fermingadrengur. Ekki slæm byrjun á deginum að kíkja á hann. |
Þegar það er blíða er rétt að nota tækifærið og gera ,,allt,, svoleiðis dagur var í dag.
Smella ormalyfi í allan hópinn, skoða og yfirfara.
Svo voru teknir nokkrir góðri reiðtúrar á með beðið var eftir dýralæknirnum.
Við vorum lengi búin að bíða eftir degi sem hentaði okkur, dýra og veðurguðunum.
Dagurinn var svo í dag.
Stóðið rekið heim en því er gefið í tveimur hópum, hér á myndinni er annar hópurinn rekinn heim.
|
||||||||||||||
Fyrir þá sem hafa fylgt mér hér á blogginu lengi kemur þessi mynd. Þarna er Hjalti dýralæknirinn okkar með nöfnu sína hana Hjaltalín. Þegar Skúta móðir hennar veiktist veturinn 2012 - 2013 var hún fylfull eftir Álfarinn frá Syðri- Gegnishólum. Margra mánaða meðferð og lyfjagjafir höfðu engin áhrif á Hjaltalín sem þá var í móðurkviði. Í dag hittust þau einu sinni enn Hjaltalín og nafni hennar Hjalti og það fór bara vel á með þeim.
|