10.12.2015 21:51
|
Við hér í Hlíðinni fengum skemmtilega heimsókn fyrir stuttu síðan.
Vinkonur okkar úr Garðabænum mættu til okkar hressar og kátar að vanda.
Gist var eina nótt til að hafa nú nægan tíma til að taka út bústofninn og taka smá reiðtúra.
Þessi dama og Sparisjóður þekkjast vel og eru góð saman.
|
En það voru fleiri sem þjálfuðu fyrir húsfreyjuna þennan daginn og það gekk ekki síður vel.
|
Það verður nú að láta garpinn snúast aðeins og þessari finnst nú ekkert leiðinlegt að fara hratt.
Og Sparisjóður er ánægður með þessa fínu knapa.
|
Brennandi áhugi hjá ungum og efnilegum knöpum í samvinnu við ljúfa lund reiðskjótans er dásamleg blanda.
Fleiri hestar voru þjálfaðir en myndatökumaðurinn var ekki að standa sig.
Takk fyrir komuna já og þjálfunina kæru vinkonur.
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir