23.11.2015 23:57
|
Það var létt yfir vestlenskum hestamönnum þegar þeir héldu árshátíð sína í Reykholti á föstudaginn.
Þetta er í þriðja skiptið sem vestlenskir hestamenn halda hátíð með þessu sniði.
Fyrst var hátíðin haldin í Stykkishólmi, þá á Laugum í Sælingsdal og nú var það Reykholt.
Glens og gaman eins og hestamanna er von og vísa en þessi hátíð er svo sannarlega að festa sig í sessi.
Mætingin var góð og fulltrúar frá öllum hestamannafélögunum auk góðra gesta.
,,Landinn,, okkar allra fór vel í mannskapinn en eins og meðfylgjandi mynd af okkur frændsystkynum ber með sér dreyptu sumir á rauðvíni.
|
Þessi átti stór góðar rispur og er að verða þjóðareign ekki bara þeirra í Lundareykjadalnum.
Já RÚV Landinn okkar allra er mikið betri en hinn.................. landinn.
|
Staðarhaldarar á Stóra Kroppi buðu heim í tilefni af hátíðinni.
Það var gaman að koma við hjá þeim Bryndísi bústjóra og Heiðari Árna tamningamanni.
Frábærar veitingar og skemmtilegt að koma og skoða hesta og aðstöðuna.
Takk fyrir góðar móttökur.
|
Bryndís að spjalla við hressa Snæfellinga.
|
Bryndís var svo heiðruð fyrir vel unnin störf fyrir Hestamannafélagið Faxa á árinu.
En þess má geta að Faxagleðin hefur síðustu ár verið haldin á Stóra Kroppi.
Á myndinni er formaður Faxa Kolbeinn í Stóra Ási að afhenda verðlaunin.
|
Kátir Borgnesingar.
|
Þessar glæsidömur voru mættar.
|
Þessar skemmtu sér líka konunglega...............
..................eins og þessar gerðu líka.
Snæfellingar og annað gott fólk.
Og ekki var leiðinlegt hjá þessum heldur, eins og sjá má á þessari mynd.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir