19.11.2015 20:48

Krakkarnir.

 

Tamningar og þjálfun eru í fullum gangi, veðrið verið til friðs og þá er flest fengið.

Á myndinni er hann Baltasar með nýju vinkonu sína hana Sidney, myndin er tekin á afmælinu hennar.

Sidney hefur verið að hjálpa okkur við tamningarnar og allt hestastússið að undanförnu.

Það fer vel á með þeim og afmælisreiðtúrinn var tekin þrátt fyrir kulda og smá strekking.

 

 

Maron verknemi er líka á fullu að vinna í sínum verknámshestum.

Hér er hann með Lyfting frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

Næsti verknámshestur hjá kappanum er Glaumgosi frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

Og svo er það Hæglátur frá Hallkelsstaðahlíð, Klammi frá Hallkelsstaðahlíð er ekki ennþá búinn að fá mynd af sér.

 

Alltaf stuð í sveitinni,.