29.07.2015 11:59
Þessi mynd er tekin af Steinholtinu.
|
Síðustu dagar hafa verið einstaklega fallegir hér í Hlíðinni og Hnappadalnum öllum. Allt hey er komið í plast og einungis eftir að slá það sem við köllum inní hlið. Gæðin eru mjög góð en magnið síðra. Þetta verður sennilega ágætis blanda við fyrningarnar frá því í fyrra sem eru heldur leiðinlega blautar. Nú er bara að vona við fáum rigningu í hófi til að vökva hánna.
|
Það er gott útsýni af Þverfellinu.
|
Þarna sést í bæði vötnin Hlíðarvatn og Oddastaðavatn.
|
Svolítið töff finnst mér.
|
Hlíðin og Álftatanginn laumar sér inná myndina.
|
Þessi er tekin af Hermannsholtinu.
|
Og önnur af Hermannsholtinu.
|
Sátan kúrir á sínum stað og tangarnir alltaf fallegir.
|
Margar flugur í einu höggi......................
Hnjúkarnir með Gullborg til hægri og Eldborgin gæist upp á milli þeirra.
|
Svo sumarlegt.
|
Aðdráttarlinsur geta verið skemmtilegar.
Hlíðarvatni, Neðstakast, Grafarkast, Brúnir, Miðsneið, Háholt og allt hitt.
|
Geirhnjúkurinn er ríkur af snjó ennþá þó svo það sé að koma ágúst.
|
Svarti skútinn og Þverfellið.
|
Það er líka mikill snjór á Hellisdalnum og ferkar stutt síðan skaflinn fór af Klifshálsinum.
|
Djúpidalurinn verður örugglega ekki snjólaus þetta árið.
Það verður gaman að bera þessar myndir saman við samskonar á næsta ári nú eða því þar næsta.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir