29.07.2015 11:59

Sumardagar

Þessi mynd er tekin af Steinholtinu.

Síðustu dagar hafa verið einstaklega fallegir hér í Hlíðinni og Hnappadalnum öllum. Allt hey er komið í plast og einungis eftir að slá það sem við köllum inní hlið. Gæðin eru mjög góð en magnið síðra. Þetta verður sennilega ágætis blanda við fyrningarnar frá því í fyrra sem eru heldur leiðinlega blautar. Nú er bara að vona við fáum rigningu í hófi til að vökva hánna.

 

Það er gott útsýni af Þverfellinu.

 

Þarna sést í bæði vötnin Hlíðarvatn og Oddastaðavatn.

 

 

Svolítið töff finnst mér.

 

Hlíðin og Álftatanginn laumar sér inná myndina.

 

 

Þessi er tekin af Hermannsholtinu.

 

 

Og önnur af Hermannsholtinu.

 

 

Sátan kúrir á sínum stað og tangarnir alltaf fallegir.

 

 

Margar flugur í einu höggi......................

Hnjúkarnir með Gullborg til hægri og Eldborgin gæist upp á milli þeirra.

 

 

Svo sumarlegt.

 

 

Aðdráttarlinsur geta verið skemmtilegar.

Hlíðarvatni, Neðstakast, Grafarkast, Brúnir, Miðsneið, Háholt og allt hitt.

 

 

Geirhnjúkurinn er ríkur af snjó ennþá þó svo það sé að koma ágúst.

 

 

Svarti skútinn og Þverfellið.

 

 

Það er líka mikill snjór á Hellisdalnum og ferkar stutt síðan skaflinn fór af Klifshálsinum.

 

 

Djúpidalurinn verður örugglega ekki snjólaus þetta árið.

Það verður gaman að bera þessar myndir saman við samskonar á næsta ári nú eða því þar næsta.