24.06.2015 22:09
|
Þessi flotta hryssa vakti mikla lukku þegar hún kom í heiminn, hún er undan Sjaldséð og Loka frá Selfossi.
Liturinn er flottur en á eftir að breytast í grátt þegar fram líða stundir.
Hryssan hefur ekki enn hlotið nafn en það stendur til bóta.
|
Þessi kappi heitir Dúr frá Hallkelsstaðahlíð, hann er undan Snekkju og Konsert frá Hofi.
|
Hér eru litskrúðugar mæðgur þær Létt og litla Léttlind sem er undan Glaumi frá Geirmundarstöðum.
Á myndinni er hún nokkura klukkustunda gömul.
|
Þessi er slakur og lætur sig dreyma um gull og græna haga...........
Þetta er Hagur frá Hallkelsstaðahlíð undan Skýr frá Skálakoti og Kolskör minni.
|
Úpppssss..........og ég sem ætlaði að vera stóðhestur.
Þetta er hún Brekka frá Hallkelsstaðahlíð undan Þríhellu og Vita frá Kagaðarhóli.
|
Að lokum er hér mynd af einum ,,glænýjum,, hann er undan Rák og Ramma frá Búlandi.
Hann var kominn á sprettinn um leið og hann stóð á fætur.
Betri myndir og nánari upplýsingar við fyrsta tækifæri.
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir