24.06.2015 22:09

Folaldafréttir

 

Þessi flotta hryssa vakti mikla lukku þegar hún kom í heiminn, hún er undan Sjaldséð og Loka frá Selfossi.

Liturinn er flottur en á eftir að breytast í grátt þegar fram líða stundir.

Hryssan hefur ekki enn hlotið nafn en það stendur til bóta.

 

 

Þessi kappi heitir Dúr frá Hallkelsstaðahlíð, hann er undan Snekkju og Konsert frá Hofi.

 

 

Hér eru litskrúðugar mæðgur þær Létt og litla Léttlind sem er undan Glaumi frá Geirmundarstöðum.

Á myndinni er hún nokkura klukkustunda gömul.

 

 

Þessi er slakur og lætur sig dreyma um gull og græna haga...........

Þetta er Hagur frá Hallkelsstaðahlíð undan Skýr frá Skálakoti og Kolskör minni.

 

 

Úpppssss..........og ég sem ætlaði að vera stóðhestur.

Þetta er hún Brekka frá Hallkelsstaðahlíð undan Þríhellu og Vita frá Kagaðarhóli.

 

 

Að lokum er hér mynd af einum ,,glænýjum,, hann er undan Rák og Ramma frá Búlandi.

Hann var kominn á sprettinn um leið og hann stóð á fætur.

Betri myndir og nánari upplýsingar við fyrsta tækifæri.