18.05.2015 19:04

Það sem léttir lund og snjórinn í fjöllunum.

 
 

Þessi hryssa kemur mér alltaf í gott skap, það er sama hvort ég er í reiðtúr nú eða bara að skoða mynd af henni.

Já Gangskör mín er uppáhalds hjá húsfreyjunni.

Á myndinni eru Gangskör og Mummi að leika sér í Búðardal.

Snillingurinn hann Toni tók myndina, takk fyrir afnotin af myndinni.

Það veitir ekki af að ylja sér við eitthvað notalegt og láta sig dreynma um sól, blíðu og gras.

Síðast liðna nótt var kuldalegt og úrkoman var krap en þegar stytti upp var hitastigið ansi nálægt frostmarkinu. Enn er beðið með að setja lambfé út en þrengslin eru orðin þannig að nú er ekki undankomu auðið.

Burðurinn gengur jafnt og þétt sennilega eru u.þ.b 240 óbornar.

 

 

Það er full mikill snjór á Djúpadalnum svona m.v stöðuna á sauðburðinum.

En þetta snjómagn gerir veiðimennina káta, gott að þessi hvíti gleður einhvern.

 

 

Það væri sennilega betra að vera á skaflajárnuðu ef að ferðinni væri heitið yfir Klifsháls þessa dagana.

En þarna sért hvernig snjórinn er á Hellisdalnum og uppá Klifshálsi.

 

Eftir að hafa skoðað veðurspá flestra miðla og horft á spekingslegan veðurfræðing í sjónvarpinu er sennilega rétt að pússa markatöngina.