08.10.2014 21:01

Marie og vinir hennar

 

Þessar eru miklir vinir eftir hátt í tíu mánaða samveru sem senn er að ljúka.

Marie og Snotra hafa brallað margt saman og alveg er víst að Snotra á eftir að sakna vinkonu sinnar.

 

 

Og ekki hafa þessar verið síðri vinir, þarna eru þær saman Marie og Prinsessa heimalingur.

Síðan á réttum hefur Prinsessa verið með öðrum lömbum í girðingu út á Steinholti og þangað hefur Marie brunað með pelann. Já það er munur að vera innundir.

 

 

Prinsessa er myndar gimbur sem missti mömmu sína snemma á sauðburði og var strax í miklu uppáhaldi hjá Marie. Eins og þið sjáið þá er hún komin með rautt merki á kollinn sem þýðir að hún er væntanleg kynbótakind. Alveg ,,óvart,, mætti hún alltaf afganginn þegar verið var að venja undir svo að hennar hlutskipti var að verða heimalingur.

 

 

Kveðjukossinn var sætur eins og við var að búast, spurning hvort að Prinsessa sé á leiðinni til Danmerkur ???

 

 

Hún Fáséð er hinsvegar farin til Danmerkur en þar bíður hennar mikilvægt hlutverk.

Vonandi stendur hún sig vel og verður nýjum eiganda til gæfu og gleði en okkur til sóma.

Takk fyrir samveruna Marie og gangi þér allt í haginn, við hlökkum til að hitta þig aftur.