25.09.2014 18:02

Smaladagurinn heima

 

Það sá ekki út úr augum fyrir þoku á föstudaginn þegar leggja átti af stað í leit héðan úr Hlíðinni.

En það var bjart yfir mannskapnum sem beið þess að leggja af stað í fjallið.

Nokkuð á eftir áætlun lögðum við af stað fram í sókn og samfylktum liði til fjalla.

 

 

Ragnar og mamma stilltu sér upp á meðan við biðum eftir að þokunni létti.

 

 

Óskar aðeins að smakka á ,,mikstúrunni,, svona áður en lagt var af stað í þokuna.

 

 

Stella, mamma og Lóa voru mættar í eldhúsið, þarna taka Sigrún og Björg stöðuna á dömunum.

 

 

Hún Kristín Eir var mætt í smalamennskuna og þarna er hún með Astrid og Magnúsi.

 

 

Þessar voru hressar og kátar.
 
 

Smalamennskan gekk vel þó svo að ekki væri smalað jafn stórt svæði og venjulega.

Á sunnudaginn var svo rekið inn hátt á annað þúsund fjár og var ókunnugt vel á sjöttahundraðið.

Það kom fjöldi fólks og hjálpaði okkur ómetanlega um réttirnar, kærar þakkir öll þið sem lögðuð okkur lið.

Fleiri myndir eru væntanlegar en netsambandið bíður ekki uppá meira í bili.