17.09.2014 23:26

............. og fleiri myndir úr Skarðsrétt

 

Líf og fjör við réttarvegginn.

 

 

Eitthvað var nú sniðugt í umræðunni þarna eins og sjá má.

 

 

Flottar mæðgur alltaf hreint, Þura og Krístin voru auðvitað í réttunum.

 

 

Halldóra í Rauðanesi var fjallkóngurinn í leitinni og hefur örugglega staðið sig vel eins og alltaf.

Þarna er hún að skoða fjárstofninn, hugsanlega eitthvað golsótt ??

 

 

Já það voru bara allir kátir í Skaðrðsréttinni enda veðrið gott og mannlífið skemmtilegt.

 

Við hér í Hlíðinni byrjuðum að smala í dag, inní hlíð og útá hlíð eins og við segjum.

Smalamennskan gekk bara nokkuð vel meira að segja náðust nokkrar af eðalkindunum.

Fyrstan skal telja kynbótagripinn Vökustaur, þá ljóngáfaða forustusauðinn Jóa og að lokum Garðabæjargolsu.

En með smáa letrinu ætla ég að segja ykkur að Pálína, Litla-Pálina og Fótfrá áttu ekki ,,bókað,, far heim í dag.

Þær hurfu upp fyrir efstu brún um leið og þær sáu hreyfingu sem gat þýtt smalahreyfing.

Nei nei forustufé er ekkert með neina óþekkt það hefur bara annað skipulag en við..............

Á morgun er það svo Oddastaðafjall með meiru.