16.09.2014 22:30
|
Það var gaman að koma í Skarðsrétt og óhætt að segja að þar hafi verið margt um manninn.
Það var allavega auðveldara að ná myndum af fólki en fé.
|
Guðrún Fjeldsted var réttarstjóri og stjórnaði af röggsemi með þessa fínu dómaraflautu að vopni.
|
Þessi voru að sjálfsögðu mætt í réttina.
|
Guðbrandur í Skörðum var skilamaður fyrir dalamenn, þarna hlýðir hann á boðskap réttarstjórans.
|
Þeir voru kátir þessir enda full ástæða til, Þorvaldur á Brekku og Anton Torfi.
|
Guðmundur á Beigalda og Kristján á Tungulæk ræða málin.
|
Kátir sauðfjárbændur úr Borgarnesi, lopapeysan tær snild.
|
Og ekki var nú þessi lopapeysa síðri alveg ekta kindapeysa.
|
Bóndinn á Háhóli var merktur í sinni lopapeysu og auðvita verður að taka símann með í réttirnar.
|
..............og það voru fleiri í símanum, spurning hvort þeir hafi verið að tala saman ?
Þetta er bara brot af þeim myndum sem ég tók í réttinni en fleiri kom hér inn á næstunni.
Það gekk vel að gera skilin en kindurnar sem við komum með í Kolbeinsstaðahreppinn voru rúmlega 50 talsins frá 8 bæjum.
Dagurinn í dag fór að mestu í undirbúning og stúss en á morgun byrjum við að smala fyrsta hlutann.
Aldrei að vita nema myndavélin fari eitthvað með.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir