03.09.2014 21:38
Vitið þið að það er kominn september ?
Sumarið er tíminn en nú er komið haust................. með allri sinni dýrð.
Þessa skemmtilegu mynd tók hann Maron okkar einhvern af síðustu dögunum sem að hann var hjá okkur. Nú er kappinn farinn í skólann og arkar menntaveginn eins og vera ber.
Sumarið hefur flogið frá okkur og margt sem gera átti verður að bíða betri tíma.
Kindurnar eru farnar að týnast niður og kanna grösin hér í kring.
Á allra næstu dögum smelli ég nákvæmu tímaplani hér inná síðuna með upplýsingum um réttirnar.
Já það er að koma að leitum og réttum.
Það er hressandi og skemmtilegt að taka sprett á Löngufjörum svo maður tali nú ekki um í góðum félagsskap. Það er gaman þegar allt gengur vel.
Þarna eru kátar kellur að ferðast með einum af fyrirmyndar hópunum sumarsins.
Gott veður, góðar fjörur, góður félagsskapur og góðir hestar.........gera lífið dásamlegt.
Mummi er nýkominn heim eftir velheppnaða kennsluferð til Danmerkur.
Astrid fór til Bretlands þar sem að hún var að byrja í fjarnáminu sínu í íþróttasálfræði og þaðan fer hún svo til Finnlands. Hún ætlar að kenna hjá henni Ansu okkar í tvær vikur og hitta nemendurna sína sem hún hefur verið að kenna þar að undanförnu.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir