11.08.2014 14:10
Svona er lífið
Já netsambandið hér í Hnappadalnum er ekkert grín og nú er svo komið að ég læt mig hafa það að blogga ,,að heiman,, Alla jafnan reyni ég að vera þolinmóð (gengur misvel) og trúa því að með þolinmæði allar þrautir vinnist að lokum.
Nú er ég farin að efast verulega hvað varðar netið en reyni samt og kreisti fram bros sem á að tákna þolinmæði eftir sigri.
Auðvita kemur úrvals nettenging áður en ég verð hringavitlaus og lendi í andlegri ,,hringiðu,,.
En nóg um það ýmislegt hefur á dagnana drifið síðan ég smellti síðast inn fréttum.
Góðu fréttirnar úr hrossaræktinni eru þær að Snekkja hefur nú sónast fengin við gæðingnum Konset frá Hofi.
Tamningar og þjálfun ganga vel og mörg spennandi hross í þjálfun.
Nokkrar hryssur eru ókomnar heim en væntanlega eru þær fengnar og allt eins og vera ber.
Leiðinlegu fréttirnar eru hinsvegar þær að hann Dani litli Ölnirssonurinn hennar Astridar er týndur. Hann fór með móður sinni suður á land en hvarf í girðingunni sem annars var örugg og góð. Gott daglegt eftirlit er í girðingunni og illskiljanlegt hvað af honum hefur orðið.
Hans er sárt saknað eins og gefur að skilja en svona getur alltaf gerst og ekki við neinn að sakast.
Við efumst ekki eitt augnablik um að allt hefur verið gert til að tryggja öryggið í girðingunni.
En svo leiðinlegt sem það hljómar þá missa þeir sem eiga.
Betur fór en á horfðist þegar hún Andvaka mín Ölnirsdóttir fárveiktist eftir að hafa komið heim með mömmu sinni úr stóðhestagirðingu. Hún var hress og kát þegar hún kom heim lék sér og hafið gaman en daginn eftir var hún komin með rúmlega 40 stiga hita. Hjalti dýralæknir var ræstur út eins og oft áður og var Andvaka meðhöndluð í 10 daga. Hún er nú hress og vonandi eru þessar hremmingar að baki.
Mummi og Astrid smelltu sér til Danmerkur um verslunarmannahelgina og fóru m.a á Norðurlandamótið í Herning.
Astrid var með námskeið fyrir börn í Söðulsholti og framundan eru líflegir tímar í kennslu hjá þeim báðum.
Heyskapurinn er kominn vel á veg en rigning og núna rok hefur ekki skemmt okkur sérstaklega. Rúllufjöldinn er kominn á annað þúsundið og slatti eftir ennþá.
Við höfum fegnið marga skemmtilega gesti víðsvegar frá en flestir eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á hestum.
Úrvalskrakkar hafa verið hjá okkur í sumar eins og alltaf, dugleg og skemmtileg.
En nú fer að fækka í kotinu svona eins og alltaf á haustin.
Enn safnast í myndabúnkann sem nettengingin ræður ekki við en það kemur.
Nú er ég farin að efast verulega hvað varðar netið en reyni samt og kreisti fram bros sem á að tákna þolinmæði eftir sigri.
Auðvita kemur úrvals nettenging áður en ég verð hringavitlaus og lendi í andlegri ,,hringiðu,,.
En nóg um það ýmislegt hefur á dagnana drifið síðan ég smellti síðast inn fréttum.
Góðu fréttirnar úr hrossaræktinni eru þær að Snekkja hefur nú sónast fengin við gæðingnum Konset frá Hofi.
Tamningar og þjálfun ganga vel og mörg spennandi hross í þjálfun.
Nokkrar hryssur eru ókomnar heim en væntanlega eru þær fengnar og allt eins og vera ber.
Leiðinlegu fréttirnar eru hinsvegar þær að hann Dani litli Ölnirssonurinn hennar Astridar er týndur. Hann fór með móður sinni suður á land en hvarf í girðingunni sem annars var örugg og góð. Gott daglegt eftirlit er í girðingunni og illskiljanlegt hvað af honum hefur orðið.
Hans er sárt saknað eins og gefur að skilja en svona getur alltaf gerst og ekki við neinn að sakast.
Við efumst ekki eitt augnablik um að allt hefur verið gert til að tryggja öryggið í girðingunni.
En svo leiðinlegt sem það hljómar þá missa þeir sem eiga.
Betur fór en á horfðist þegar hún Andvaka mín Ölnirsdóttir fárveiktist eftir að hafa komið heim með mömmu sinni úr stóðhestagirðingu. Hún var hress og kát þegar hún kom heim lék sér og hafið gaman en daginn eftir var hún komin með rúmlega 40 stiga hita. Hjalti dýralæknir var ræstur út eins og oft áður og var Andvaka meðhöndluð í 10 daga. Hún er nú hress og vonandi eru þessar hremmingar að baki.
Mummi og Astrid smelltu sér til Danmerkur um verslunarmannahelgina og fóru m.a á Norðurlandamótið í Herning.
Astrid var með námskeið fyrir börn í Söðulsholti og framundan eru líflegir tímar í kennslu hjá þeim báðum.
Heyskapurinn er kominn vel á veg en rigning og núna rok hefur ekki skemmt okkur sérstaklega. Rúllufjöldinn er kominn á annað þúsundið og slatti eftir ennþá.
Við höfum fegnið marga skemmtilega gesti víðsvegar frá en flestir eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á hestum.
Úrvalskrakkar hafa verið hjá okkur í sumar eins og alltaf, dugleg og skemmtileg.
En nú fer að fækka í kotinu svona eins og alltaf á haustin.
Enn safnast í myndabúnkann sem nettengingin ræður ekki við en það kemur.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir