15.05.2014 12:45
|
Á þessum árstíma er svefn munaður hjá sauðfjárbændum og eins gott að nýta allar stundir sem gefast. Við frænkurnar Fríða María og ég fengum okkur smá kríu eftir matinn. Annars gengur sauðburðurinn bara vel og óbornar kindur innan við 300. Þurrt er það sem af er degi svo að nú verður markatöngin sett á flug. Fyrstu gemlingarnir fóru á Steinholtstúnið í fyrra kvöld og markið er sett á að koma slatta út í dag. Ein af spari kollunum mínum bara fjórum lömbum í gær og tvílemdu gemlingarnir bera hver af öðrum.
|
Margir góðir gestir hafa litið við hjá okkur í sauðburðinum t.d þessi fyrrum sauðburðar og tamningakona. Ég laumaðist til að fá þessa fínu mynd að ,,láni,, en þarna er stund milli stíða hjá Hörpu og Móra. Þessi elska var hjá okkur í fyrra vor og sumar en ætlar að sinna flugfreyjustörfum í sumar. Já það er gott að eiga einhvern að í sem flestu atvinnugreinum og mikið held ég að tamningar séu fín reynsla áður en farið er að tjónka við flugdólga.
Hér syngjum við eins og vera ber ,, Ég fell hvork í freistni né gildrur ég fell bara fyrir flugfreyjum,,
Baggalútur er alveg með etta ;)
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir