27.03.2014 22:42
Góðir sundsprettir eru hressandi
|
Það er gott að taka sundsprett og æfa þrek og þor við frábærar aðstæður.
Blástur minn og Gangskör léku flóðhesta hjá Jakobi og Addý í Áskoti fyrir stuttu og nutu þess í botn.
Við áttum þess kost að fara með tvö hross í sundþjálfun og völdum systkynin Blástur og Gangskör.
Bæði eru þau undan Kolskör minni en Blástur er undan Gusti frá Hóli og Gangskör undan Adam frá Ásmundarstöðum.
Síðast liðið vor sprakk hófurinn á Blæstri svo að hann hefur verið frá í tæpt ár. Sprungan er að vaxa niður og því gott að æfa sig með ,,mjúkt,, undir fæti.
Gangskör vandaði sig og var ekki alveg örugg um að þetta væri nú lagi en þegar hún hafði vanist þessu var hún hin sprækasta.
Blástur var hraðsyndur og fór fyrstur sem gerið það að verkum að Gangskör gaf í og lagði sig alla fram.
|
Þarna eru þau systkynin að koma uppúr eftir síðustu ferðina að sinni.
Eins og vera ber eftir svona líkamsrækt og sund er farið í hárblástur. Myndin hér gæti þess vegna heitið Blástur í blæstri.
|