07.03.2014 21:28

Með myndavélina að vopni



Veðrið var frábært í gær og eftir hádegið mundi ég eftir myndavélinni og skaut nokkrum skotum svona uppá grín.
Þarna er hann Kátur frá Hallkelsstaðahlíð, faðir Auður frá Lundum og móðir Karún frá Hallkelsstaðahlíð. Kátur verður 5 vetra í vor.



Kátur er að þróast skemmtilega og húsfreyjan er að verða býsna kát með Kátinn sinn.



Svo var aðeins tekið á því á brokki...................



Og að sjálfsögðu var stökkið þjálfað smá.



Þessi kappi var kátur og kunni vel að meta snjóinn og færið.



Krapi ætlar svo sannarlega ekki að reka ,,tærnar,, í þegar hann skálmar á tröllabrokkinu sínu.



Hér er það svo flugferðin á brokki og þá er ekkert verið að slíta veginum.



Svo er það bara flugírinn á tölti heim, já það er ekki leiðinlegt að fara út að leika með þessum.



Þarna er hún Lyfting frá Hallkelsstaðahlíð, faðir er Gosi frá Lambastöðum og móðir Upplyfting frá Hallkelsstaðahlíð. Lyfting hefur verið að þroskast og bæta sig með hverri vikunni. Bráðskemmtileg hryssa sem líkist föður sínum mikið bara spennandi að halda áfram með hana.




Gott geðslag, mýkt og skemmtilegheit enda er hún orðin töluvert í uppáhaldi skal ég segja
ykkur. Tryppin sem við erum að temja undan honum Gosa frá Lambastöðum eru svona.
Já það er gaman í vinnunni þegar tryppin leggja sig fram og eru skemmtileg.



Hér er svo hún Marie okkar á honum Fanga mínum sem er undan Þór frá Þúfu og Andrá frá Hallkelsstaðahlíð.  Það fer bara vel á með þeim í góða veðrinu.

Fleiri myndir við fyrsta tækifæri.