05.03.2014 22:06
Borba , Harvard og allt hitt.
Það hefur margt verið í gangi hér í Hlíðinni síðustu daga og viku, því hefur bloggið setið á hakanum. Og myndirnar maður minn......... hvenær skildi nú hafast af að koma þeim hér inn ?
Síðast liðinn fimmtudag var brunað í Borgarnes en þar voru þau Sigurður Sigurðarson og Hulda Gústavsdóttir með sýnikennslu. Þau komu með sitt hvort hrossið og sýndu hugmyndir af þjálfun með sérstakri áherlu á fullorðin keppnishross.
Mummi fór með tvö hross sem að þau fengu lánuð í sýninguna.
Fróðleg og skemmtileg kvöldstund.
Um helgina skellti Mummi sér svo á námskeið hjá Julio Borba sem haldið var í Syðri - Gengishólum. Julio kemur frá Portugal og hefur verið með námskeið hér á landi í átta ár. Það eru Olil og Begur í Syðri-Gegnishólum sem hafa veg og vanda að þessum námskeiðum.
Mummi fór með Kát Auðs og Karúnarson með sér og var mjög ánægður með námskeiðið í alla staði. Julio er frábær hestamaður og samvinna hans og Olil á námskeiðunum skemmtileg.
Það er gaman að prófa eitthvað nýtt en Mummi var búinn að kynnast hluta af vinnubrögðunum þegar hann hefur verið að fara í tíma til Jakobs Sig.
Jakob er snildar reiðkennari það getum við hér í Hlíðinni svo sannalega vottað því við höfum öll farið til hans á námskeið.
Á laugardaginn brunaði ég svo í Búðardal að dæma töltmót sem að Glaðsfélagar héldu í reiðhöllinni. Skemmtilegt mót og þó svo að hestarnir væru ekki komnir í mikið form áttu sumir bara góðan dag. Alltaf gaman að koma í dalina.
Um næstu helgi fer ég svo til Reykjavíkur að dæma Svellkaldar konur sem keppa þar á ís.
Við erum búin að fá nokkra þokkalega daga til útreiða í vikunni og það telst nú fréttnæmt.
Það er orðið svo langt síðan ég hef tilkynnt hest dagsins að það er rétt að nefna heil þrjú stykki núna. Fyrst er það Bára litla Arðsdóttir frá Lambastöðum, svo Ósk Eldjárnsdóttir frá Miðhrauni og að lokum skemmtikrafturinn Kliður Aðalsson frá Steinum.
Svo eru náttúrulega mörg fleiri sem eru býsna skemmtileg en þetta eru hross dagsins.
Þá eru það hundafréttirnar............. Freyja litla smellti sér í ,,Harvard,, og er þar enn.
Það er ekki seinna vænna að kanna hvort hún ætlar að verða ,,Deilu betrungur,, eða ekki.
Nú er bara að bíða og sjá til hvort hún verður útskrifuð frá Harvard eða hvort stofnaður verður tossabekkur svona sérstaklega fyrir hana.
Það er ekki grín að ganga menntaveginn.............sérstaklega ef að maður er hundur.
Ófeigur þakkar sínum sæla fyrir að engum hefur nokkru sinni dottið í hug annað en leikskóli þegar hann á í hlut. Og Snotra, já hún er að eigin áliti fullnuma og ríflega það.
Svona eins og Georg Bjarnfreðarson með fimm háskólapróf og ekki þarf hún á Dale Carnegie námskeið því hún er alveg óhrædd að tjá sig.
Hún Marie okkar átti afmæli í dag og sýndi það svo um munaði að hún er snildar bakari. Við fengum þessa fínu köku í kaffitímanum. Innilega til hamingju með daginn Marie :)
Já það er ekki sæmt þegar aðstoðardömurnar eru líka snillingar í eldhúsinu.
Síðast liðinn fimmtudag var brunað í Borgarnes en þar voru þau Sigurður Sigurðarson og Hulda Gústavsdóttir með sýnikennslu. Þau komu með sitt hvort hrossið og sýndu hugmyndir af þjálfun með sérstakri áherlu á fullorðin keppnishross.
Mummi fór með tvö hross sem að þau fengu lánuð í sýninguna.
Fróðleg og skemmtileg kvöldstund.
Um helgina skellti Mummi sér svo á námskeið hjá Julio Borba sem haldið var í Syðri - Gengishólum. Julio kemur frá Portugal og hefur verið með námskeið hér á landi í átta ár. Það eru Olil og Begur í Syðri-Gegnishólum sem hafa veg og vanda að þessum námskeiðum.
Mummi fór með Kát Auðs og Karúnarson með sér og var mjög ánægður með námskeiðið í alla staði. Julio er frábær hestamaður og samvinna hans og Olil á námskeiðunum skemmtileg.
Það er gaman að prófa eitthvað nýtt en Mummi var búinn að kynnast hluta af vinnubrögðunum þegar hann hefur verið að fara í tíma til Jakobs Sig.
Jakob er snildar reiðkennari það getum við hér í Hlíðinni svo sannalega vottað því við höfum öll farið til hans á námskeið.
Á laugardaginn brunaði ég svo í Búðardal að dæma töltmót sem að Glaðsfélagar héldu í reiðhöllinni. Skemmtilegt mót og þó svo að hestarnir væru ekki komnir í mikið form áttu sumir bara góðan dag. Alltaf gaman að koma í dalina.
Um næstu helgi fer ég svo til Reykjavíkur að dæma Svellkaldar konur sem keppa þar á ís.
Við erum búin að fá nokkra þokkalega daga til útreiða í vikunni og það telst nú fréttnæmt.
Það er orðið svo langt síðan ég hef tilkynnt hest dagsins að það er rétt að nefna heil þrjú stykki núna. Fyrst er það Bára litla Arðsdóttir frá Lambastöðum, svo Ósk Eldjárnsdóttir frá Miðhrauni og að lokum skemmtikrafturinn Kliður Aðalsson frá Steinum.
Svo eru náttúrulega mörg fleiri sem eru býsna skemmtileg en þetta eru hross dagsins.
Þá eru það hundafréttirnar............. Freyja litla smellti sér í ,,Harvard,, og er þar enn.
Það er ekki seinna vænna að kanna hvort hún ætlar að verða ,,Deilu betrungur,, eða ekki.
Nú er bara að bíða og sjá til hvort hún verður útskrifuð frá Harvard eða hvort stofnaður verður tossabekkur svona sérstaklega fyrir hana.
Það er ekki grín að ganga menntaveginn.............sérstaklega ef að maður er hundur.
Ófeigur þakkar sínum sæla fyrir að engum hefur nokkru sinni dottið í hug annað en leikskóli þegar hann á í hlut. Og Snotra, já hún er að eigin áliti fullnuma og ríflega það.
Svona eins og Georg Bjarnfreðarson með fimm háskólapróf og ekki þarf hún á Dale Carnegie námskeið því hún er alveg óhrædd að tjá sig.
Hún Marie okkar átti afmæli í dag og sýndi það svo um munaði að hún er snildar bakari. Við fengum þessa fínu köku í kaffitímanum. Innilega til hamingju með daginn Marie :)
Já það er ekki sæmt þegar aðstoðardömurnar eru líka snillingar í eldhúsinu.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir