22.01.2014 22:20
Janúarskot
Já ég veit það er ekki sól og sumar en það má samt skoða það á myndum.
Ég veit líka að ekki hef ég verið sérlega dugleg að smella inn fréttum hér síðustu vikurnar.
Hér kemur smá skot.
Nú er allt á fullu og hesthúsið þétt skipað, loksins komið gott veður allavega í bili.
Við höfum fengið góða hjálp í hesthúsið en það er hún Marie frá Danmörku svo eigum við von á henni Natashju okkar aftur fljóttlega.
Það er eflaust misjafnt eftir því hver er spurður hver er hestur vikunnar í hesthúsinu en mér finnst það vera hún Bára litla Arðasóttir.
Astrid fór noður eftir jólafríið með þrjú hross með sér Fannar, Framtíðarsýn og Trillu. Nóg að gera hjá henni í skólanum og bara spannandi tímar framundan.
Folöldin ganga ennþá undir hryssunum ef að frá eru talin þau Snörp Leiknisdóttir og Gosi Gosason en þau komu inn þegar mæðurnar fóru í ,,grænu hagana hinu meginn,,
Já þær voru búnar að skila sínum með glæsibrag Tign frá Meðalfelli og Snör frá Hallkelsstaðahlíð.
Svona er lífið og mikið hugsa ég fallega til þeirra þegar þessar tvær koma uppí hugann.
Hin folöldin koma svo inn á næstunni, kannske bíða þau bara eftir folaldasýningunni sem vonandi verðu fljóttlega í Söðulsholti.
Lífið í fjárhúsunum gengur sinn vana gang en ég verð að viðurkenna að nú er stressið fyrir fósturtalningu að ná sér á strik. Ég hef þó enga ástæðu til svartsýni eða það tel ég mér allavegana trú um. Heilsufarið hjá fénu er bara gott og ekkert sem gefur tilefni til annars en bjartsýni.
Við meira að segja heimtum kind með lambi í síðustu viku en þá kom hún Kúðhyrna og bankaði uppá hjá nágrana mínum hinumegin við fjallið. Alltaf gaman að fá fé af fjalli.
Hann Ástarbrandur er að ljúka störfum en hann kom hér fyrir jólin til að leggja sitt af mörkum til að viðhalda og kynbæta ferhyrndastofninn. Nú er bara að bíða og sjá hvort ég verði ekki aflögufær næsta haust af ferhyrndum gimbrum. Ég fékk nokkrar beiðnir í fyrra sem að ég gat ekki uppfyllt því það fæddust aðeins tvær ferhyrndar gimbrar í fyrra.
Dekur í Danmörku er ekki daglegt brauð á þessum bæ en þess var notið í ríkulegu mæli um síðustu helgi. Kaupmannahöfn heilsaði með roki og sliddu en móttökurnar að öðru leiti voru hreint út sagt frábærar. Skoðunarferðir, heimsókn í dýragarðinn, þrammað á Strikinu, kaffihús við Nýhöfn að ógleymdri heimsókn í Carlsbergverksmiðjuna.
Gaman hefði verið að hafa meiri tíma og líta við hjá enn fleiri vinum og kunningjum.
Það verður næst ;)
Veisluhöld og fínerí, já kærar þakkir fyrir frábærar móttökur Sanni og Sören þetta var ógleymanlegt.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir