04.12.2013 23:00

Hestamannafélagið Snæfellingur 50 ára



Hestamannafélagið Snæfellingur varð 50 ára þann 2 desember s.l og af því tilefni komu félagsmenn saman á Vegamótum.



Á þessari mynd eru þeir félagsmenn sem voru gerðir að heiðursfélögum Snæfellings að þessu sinni. Þetta eru þau Svavar Edilonsson Stykkishólmi, Halldís Hallsdóttir Bíldhóli og Einar Ólafsson Söðulsholti.



Árlega er Þotuskjöldurinn afhentur þeim félagsmanni sem skarað hefur fram úr á sviði ræktunar, reiðmennsku eða félagsmála. Skjöldurinn er verðlaun sem að Leifur Kr Jóhannesson f.v ráðanautur gaf félaginu til minningar um hryssu sína Þotu frá Innra-Leiti.
Að þessu sinni féll hann í skaut Bjarna Jónassyni sem verið hefur framkvæmdastjóri Fjórðungsmóts á Kaldármelum.



Högni Bæringsson og Leifur Kr Jóhannesson hlutu gullmerki og var það fulltrúi HSH sem afhenti þau.

Fjöldinn allur af viðurkenningum var veittur og var mál manna að vel hefði tekist til og félagsmenn átt saman góða kvöldstund.



Þarna er hraustlega tekið undir þegar afmælissöngurinn var sungin afmælisbarninu ti heiðurs.



Þegar dagskráin var tæmd spjallaði fólk fram eftir kvöldi og naut þess að rifja upp gamlar og skemmtilegar sögur.



Húsfreyjan í Bjarnarhöfn er dugleg við að taka myndir sem hún deilir svo með okkur á heimasíðu Snæfellings. Endilega kíkið við þar, skemmtileg síða.